Blindfull af forréttindum Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Vinur minn býr í háhýsi þar sem fermetraverðið er með því hæsta sem gerist í borginni. Í húsi á móti sinnir Reykjavíkurborg félagslegri þjónustu fyrir okkar veikasta fólk. Misskiptingin augljós. Munurinn á stöðu fólksins í háhýsinu og þeirra sem nýta sér þjónustu borgarinnar stingur í augu. Mér varð hugsað til fólksins í háhýsinu þegar ég las pistil Hildar Björnsdóttur um forréttindanísku á dögunum. Reyndar fjallaði pistill Hildar um misskiptingu gæða í heiminum, ekki á pínulitlu svæði í Reykjavík. Hildur taldi ekki rétt að við Íslendingar lokuðum augunum fyrir hörmungum fólksins sem flýr stríð í Sýrlandi. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Því er ég hjartanlega sammála.Þó að málin séu vart samanburðarhæf er margt umhugsunarvert í átökunum sem nú eiga sér stað í háhýsinu. Þar lýsir vinurinn hávaðarifrildi í tölvupóstum um aðgerðir til þess að sporna við þeirri „þróun“ að fólkið sem nýtir sér félagslega úrræðið á móti skuli komast inn í anddyri hinna sem lifa við allsnægtir. Hlýi sér þar um stund, áður en borgin hleypir þeim inn. Reyndar segir vinurinn að þessi heimsókn hafi verið einsdæmi, að einn okkar minnstu bræðra hafi fundið skjól frá vindasömu hausti í anddyrinu – þaðan kemst hann engan veginn inn í íbúðir fólksins. En það var nóg til að kveikja bál í sinni sumra í háhýsinu. Í fartölvum reiða fólksins er tekist á um hvort eigi að leggja út fyrir öðrum dyrasíma með myndavél. Í skýlinu á móti berst fólk fyrir lífi sínu á hverjum degi. Á dýru fermetrunum vill fólk grípa til róttækra aðgerða til þess að enginn fái notið skjóls á neyðarstundu. Í skýlinu er dauðvona mönnum leyft að gista þegar þeir á annað borð komast að. Það er ekkert sem segir að fólkið í háhýsinu þurfi að sjá öðru fólki fyrir skjóli. En gæðum er sannarlega misskipt. Það er mikilvægt að muna hve mörg okkar hafa það gott. Ég segi eins og Hildur: Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Vinur minn býr í háhýsi þar sem fermetraverðið er með því hæsta sem gerist í borginni. Í húsi á móti sinnir Reykjavíkurborg félagslegri þjónustu fyrir okkar veikasta fólk. Misskiptingin augljós. Munurinn á stöðu fólksins í háhýsinu og þeirra sem nýta sér þjónustu borgarinnar stingur í augu. Mér varð hugsað til fólksins í háhýsinu þegar ég las pistil Hildar Björnsdóttur um forréttindanísku á dögunum. Reyndar fjallaði pistill Hildar um misskiptingu gæða í heiminum, ekki á pínulitlu svæði í Reykjavík. Hildur taldi ekki rétt að við Íslendingar lokuðum augunum fyrir hörmungum fólksins sem flýr stríð í Sýrlandi. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Því er ég hjartanlega sammála.Þó að málin séu vart samanburðarhæf er margt umhugsunarvert í átökunum sem nú eiga sér stað í háhýsinu. Þar lýsir vinurinn hávaðarifrildi í tölvupóstum um aðgerðir til þess að sporna við þeirri „þróun“ að fólkið sem nýtir sér félagslega úrræðið á móti skuli komast inn í anddyri hinna sem lifa við allsnægtir. Hlýi sér þar um stund, áður en borgin hleypir þeim inn. Reyndar segir vinurinn að þessi heimsókn hafi verið einsdæmi, að einn okkar minnstu bræðra hafi fundið skjól frá vindasömu hausti í anddyrinu – þaðan kemst hann engan veginn inn í íbúðir fólksins. En það var nóg til að kveikja bál í sinni sumra í háhýsinu. Í fartölvum reiða fólksins er tekist á um hvort eigi að leggja út fyrir öðrum dyrasíma með myndavél. Í skýlinu á móti berst fólk fyrir lífi sínu á hverjum degi. Á dýru fermetrunum vill fólk grípa til róttækra aðgerða til þess að enginn fái notið skjóls á neyðarstundu. Í skýlinu er dauðvona mönnum leyft að gista þegar þeir á annað borð komast að. Það er ekkert sem segir að fólkið í háhýsinu þurfi að sjá öðru fólki fyrir skjóli. En gæðum er sannarlega misskipt. Það er mikilvægt að muna hve mörg okkar hafa það gott. Ég segi eins og Hildur: Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun