Tollalækkun til neytenda? Skjóðan skrifar 23. september 2015 12:00 Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira