Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Bjarki Ármannsson skrifar 26. september 2015 19:45 Rúnar ásamt aðalleikurum myndarinnar, Atla Óskari og Rakel Björk Björnsdóttur, við frumsýningu Þrasta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Þrestir, nýjasta kvikmynd leikstjórans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rúnarssonar, var valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni í kvöld. Um mikinn heiður er að ræða, enda er hátíðin ein fárra í heiminum sem teljast til svokallaðra „A-kvikmyndahátíða.“ Rúnar, sem leikstýrir og skrifar handritið að myndinni, veitti verðlaununum viðtöku á hátíðinni, sem fram fer í borginni San Sebastián í Baskalandi á Spáni. Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt leikinn af Atla Óskari Fjalarssyni, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma.Sjá einnig: Eiginhandaáritanir og myndatökur Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hlaut sem kunnugt er aðalverðlaun í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár en ekki aðalverðlaun hátíðarinnar. Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011. Eldfjall ferðaðist víða um kvikmyndahátíðir heimsins og það sama má segja um tvær stuttmynda Rúnars, Smáfugla og Síðasta bæinn. Sú síðarnefnda hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmynd árið 2006.La Concha de Oro a la mejor Película del #63SSIFF es para Sparrows, de Rúnar Rúnarsson pic.twitter.com/CfAxCMpYq6— Festival S.Sebastián (@sansebastianfes) September 26, 2015 Óskarinn Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. 12. september 2015 15:06 Myndirnar í aðalverðlaunaflokki RIFF Tólf verk jafn margra leikstjóra keppa um Gullna lundann í ár en myndirnar eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er meðal mynda sem keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. 10. september 2015 07:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Þrestir, nýjasta kvikmynd leikstjórans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rúnarssonar, var valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni á Spáni í kvöld. Um mikinn heiður er að ræða, enda er hátíðin ein fárra í heiminum sem teljast til svokallaðra „A-kvikmyndahátíða.“ Rúnar, sem leikstýrir og skrifar handritið að myndinni, veitti verðlaununum viðtöku á hátíðinni, sem fram fer í borginni San Sebastián í Baskalandi á Spáni. Þrestir fjallar um Ara, sextán ára pilt leikinn af Atla Óskari Fjalarssyni, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma.Sjá einnig: Eiginhandaáritanir og myndatökur Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Hrútar, mynd Gríms Hákonarsonar, hlaut sem kunnugt er aðalverðlaun í flokknum Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár en ekki aðalverðlaun hátíðarinnar. Þrestir er önnur kvikmynd Rúnars í fullri lengd, sú fyrsta var Eldfjall sem var heimsfrumsýnd á Director's Fortnight-hluta Cannes-hátíðarinnar árið 2011. Eldfjall ferðaðist víða um kvikmyndahátíðir heimsins og það sama má segja um tvær stuttmynda Rúnars, Smáfugla og Síðasta bæinn. Sú síðarnefnda hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmynd árið 2006.La Concha de Oro a la mejor Película del #63SSIFF es para Sparrows, de Rúnar Rúnarsson pic.twitter.com/CfAxCMpYq6— Festival S.Sebastián (@sansebastianfes) September 26, 2015
Óskarinn Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00 Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. 12. september 2015 15:06 Myndirnar í aðalverðlaunaflokki RIFF Tólf verk jafn margra leikstjóra keppa um Gullna lundann í ár en myndirnar eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er meðal mynda sem keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. 10. september 2015 07:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00
Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22
Þrestir heimsfrumsýnd í Toronto í kvöld Aðstandendur kvikmyndarinnar Þrestir eru lentir í Toronto í Kanada til að vera viðstaddir heimsfrumsýningu á TIFF hátíðinni í kvöld klukkan 21.30 á staðartíma. 11. september 2015 16:00
Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. 12. september 2015 15:06
Myndirnar í aðalverðlaunaflokki RIFF Tólf verk jafn margra leikstjóra keppa um Gullna lundann í ár en myndirnar eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra og ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er meðal mynda sem keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. 10. september 2015 07:30