Webber: Maldonado er ekki nógu góður fyrir F1 10. september 2015 23:30 Mark Webber er ekki ánægður með þróun mála. Vísir/Getty Mark Webber fyrrum ökumaður Red Bull liðsins í Formúlu 1 segir vissan hóp ökumanna sem nú aka í Formúlu 1 ekki nógu góða til að verðskulda sæti þar. Webber sem vann níu keppnir á Formúlu 1 ferlinum og keppir nú í heimsmeistarakeppninni í þolakstri, segir áhrif ökumanna sem borga fyrir sæti sitt hafa lækkað gæði ökumanna á heildina litið. „Við vitum að það eru gæði fremst á ráslínunni, en ég held samt að það gæti samt áhrifa borgandi ökumanna sem koma inn í íþróttina og ákveða hvaða lið þeir vilja aka fyrir og hversu lengi,“ sagði Webber í samtali við Sky Sports F1. „Það hafa alltaf verið fjárhagslega styrktir ökumenn í F1, það má ekki misskilja mig, en árið 2002 þegar ég byrjaði, eða 2010, jafnvel um miðjan tíunda áratug tuttugustu aldar, held ég að það hafi veirð meiri geta til staðar. Ungir ökumenn fengu meiri tækifæri til að sanna sig af því þeir höfðu hreinlega meiri tækifæri til þess að sanna hæfileika sína og höfðu ekki ríkisstjórnir heimalandsins sem bakhjarl,“ sagði Webber. Aðspurður hvort hann væri að tala um Pastor Maldonado sem er studdur af ríkisolíufélagi Venesúela, svaraði Webber: Já. meðal annarra.Pastor Maldonado gleymdi að sækja Webber á Maldonado vagninum.Vísir/Getty„Þeir þyrftu að koma fram við íþróttina af meiri ánægju, meiri fagmennsku og meiri áræðni í að halda sér í íþróttinni. Þeir gera lítið úr því að vera í henni með því að segjast bara gera betur í næstu keppni,“ bætti Webber við. „Við notum Pastor sem dæmi - það eru nokkrir sem eiga ekki að vera þarna. Það verður að vera hungur í að sanna sig. Maður vill sjá bestu ökumennina sem eru metnaðarfullir, einbeittir og fagmennskan fram í fingur góma og virkilega ánægðir að vera í Formúlu 1,“ sagði Webber að lokum. Maldonado hefur ekki átt gott tímabil hingað til. Hann hefur einungis náð í 12 stig og klárað fjórar keppnir af 12. Sæti hans hjá Lotus liðinu er í hættu nú þegar Renault gerir sig líklegt til að kaupa stóran hluta í liðinu. Maldonado er hins vegar hlaðinn öflugum styrktaraðilium sem geta kommið flestum liðum vel. Hann ætti því að geta komist í annað lið vilji hann það. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Það helsta frá Monza Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og svo stóð hugsanlega til að dæma hann úr leik. Kimi Raikkonen átti frábæra tímatöku en hvað svo? 9. september 2015 22:00 Sjáðu samantektina úr Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 18:30 Maldonado: Neikvæð umfjöllun angrar mig ekki Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins segir að neikvæð umfjöllun trufli sig ekki. Hann segir það hluta af starfinu að taka gagnrýni. 13. ágúst 2015 18:21 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber fyrrum ökumaður Red Bull liðsins í Formúlu 1 segir vissan hóp ökumanna sem nú aka í Formúlu 1 ekki nógu góða til að verðskulda sæti þar. Webber sem vann níu keppnir á Formúlu 1 ferlinum og keppir nú í heimsmeistarakeppninni í þolakstri, segir áhrif ökumanna sem borga fyrir sæti sitt hafa lækkað gæði ökumanna á heildina litið. „Við vitum að það eru gæði fremst á ráslínunni, en ég held samt að það gæti samt áhrifa borgandi ökumanna sem koma inn í íþróttina og ákveða hvaða lið þeir vilja aka fyrir og hversu lengi,“ sagði Webber í samtali við Sky Sports F1. „Það hafa alltaf verið fjárhagslega styrktir ökumenn í F1, það má ekki misskilja mig, en árið 2002 þegar ég byrjaði, eða 2010, jafnvel um miðjan tíunda áratug tuttugustu aldar, held ég að það hafi veirð meiri geta til staðar. Ungir ökumenn fengu meiri tækifæri til að sanna sig af því þeir höfðu hreinlega meiri tækifæri til þess að sanna hæfileika sína og höfðu ekki ríkisstjórnir heimalandsins sem bakhjarl,“ sagði Webber. Aðspurður hvort hann væri að tala um Pastor Maldonado sem er studdur af ríkisolíufélagi Venesúela, svaraði Webber: Já. meðal annarra.Pastor Maldonado gleymdi að sækja Webber á Maldonado vagninum.Vísir/Getty„Þeir þyrftu að koma fram við íþróttina af meiri ánægju, meiri fagmennsku og meiri áræðni í að halda sér í íþróttinni. Þeir gera lítið úr því að vera í henni með því að segjast bara gera betur í næstu keppni,“ bætti Webber við. „Við notum Pastor sem dæmi - það eru nokkrir sem eiga ekki að vera þarna. Það verður að vera hungur í að sanna sig. Maður vill sjá bestu ökumennina sem eru metnaðarfullir, einbeittir og fagmennskan fram í fingur góma og virkilega ánægðir að vera í Formúlu 1,“ sagði Webber að lokum. Maldonado hefur ekki átt gott tímabil hingað til. Hann hefur einungis náð í 12 stig og klárað fjórar keppnir af 12. Sæti hans hjá Lotus liðinu er í hættu nú þegar Renault gerir sig líklegt til að kaupa stóran hluta í liðinu. Maldonado er hins vegar hlaðinn öflugum styrktaraðilium sem geta kommið flestum liðum vel. Hann ætti því að geta komist í annað lið vilji hann það.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Það helsta frá Monza Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og svo stóð hugsanlega til að dæma hann úr leik. Kimi Raikkonen átti frábæra tímatöku en hvað svo? 9. september 2015 22:00 Sjáðu samantektina úr Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 18:30 Maldonado: Neikvæð umfjöllun angrar mig ekki Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins segir að neikvæð umfjöllun trufli sig ekki. Hann segir það hluta af starfinu að taka gagnrýni. 13. ágúst 2015 18:21 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bílskúrinn: Það helsta frá Monza Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og svo stóð hugsanlega til að dæma hann úr leik. Kimi Raikkonen átti frábæra tímatöku en hvað svo? 9. september 2015 22:00
Sjáðu samantektina úr Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 6. september 2015 18:30
Maldonado: Neikvæð umfjöllun angrar mig ekki Pastor Maldonado, ökumaður Lotus liðsins segir að neikvæð umfjöllun trufli sig ekki. Hann segir það hluta af starfinu að taka gagnrýni. 13. ágúst 2015 18:21