Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ ingvar haraldsson skrifar 16. september 2015 11:09 Bjarni Benediktsson gagnrýndi að ríkisforstjórar væru í sumum tilfellum á lægri launum en undirmenn sínir. vísir/gva „Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“ Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
„Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira