Ríkisstjórnin ver tveimur milljörðum í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2015 15:16 Ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag. Vísir/Una Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að tveimur milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þegar allt kemur saman - kvótaflóttamenn og þeir sem hafa fengið hér stöðu flóttamanns af öðrum ástæðum - þá horfum við fram á að fjöldi flóttamanna bara á þessu ári fari yfir hundrað. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að stefnt sé því að verja einum milljarði króna til aðgerða strax á þessu ári og einum milljarði króna á því næsta. „Ríkisstjórnin leggur til að fénu verði varið til þrenns konar verkefna:Til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki erlendis, s.s. Flóttamannastofnun, Barnahjálp, Neyðarsjóð og Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Fé verði m.a. varið til kaupa á mat, lyfjum og hjálpartækjum og til stuðnings við verkefnið „heilsugæsla á hjólum“ sem Rauði kross Íslands hefur staðið að.Til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands, þar sem áhersla verði lögð á að hjálpa fólki að koma sér vel fyrir hér á landi, aðlagast samfélaginu og hefja hér nýtt líf. Er þar bæði gert ráð fyrir flóttamönnum sem hingað kæmu fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og þeim sem koma til landsins eftir öðrum leiðum. Vinna við móttöku flóttafólks er hafin í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og búist er við fyrsta hópnum úr flóttamannabúðum í Líbanon í desember á þessu ári.Til aðgerða sem umbylt geta og hraðað afgreiðslu hælisumsókna hérlendis og til að bregðast við mikilli fjölgun þeirra, þannig að úrvinnsla þeirra taki ekki eins langan tíma og hingað til, með þeirri óvissu og óþægindum sem af því leiðir. Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda mun fela fimm manna verkefnastjórn, skipaðri sérfræðingum, að vinna með nefndinni að ítarlegum tillögum að skiptingu fjárins og skulu þær liggja fyrir áður en önnur umræða fer fram á Alþingi um fjárlagafrumvarp ársins 2016. Þá verður í fjárlagagerð á næsta ári vegna ársins 2017 tekið mið af fjárþörf aðgerðanna. Einnig verði einum milljarði króna skv. fjáraukalögum þessa árs varið til að taka á móti fyrsta hópi flóttafólks frá Sýrlandi, til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og borgarasamtök á vettvangi og til að bregðast við óvenju mikilli fjölgun hælisleitenda á þessu ári en fyrir liggur að umtalsverður hluti þeirra hlýtur stöðu flóttamanna hér á landi. Samþykki Alþingi ofangreindar tillögur ríkisstjórnarinnar verður Ísland meðal þeirra þjóða sem mest leggja af mörkum til aðstoðar flóttafólki vegna vandans í Sýrlandi (sjá ítarefni). Ríkisstjórnin mun hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslands og hyggst á næstunni taka upp málefni flóttafólks á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra mun meðal annars ræða þau á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer þar fram. Ráðherranefndin var skipuð þann 1. september sl. og hefur að undanförnu unnið með fagfólki á ýmsum sviðum að því að kortleggja vandann og móta tillögur að aðgerðum. Stjórnvöld hafa verið í góðum samskiptum við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ítrekað vilja Íslendinga til að hjálpa. Þá hafa stjórnvöld verið í sambandi við sveitarfélög í landinu um getu þeirra og vilja til að taka á móti fólki úr hópi hælisleitenda og flóttafólks. Ríkisstjórnin fagnar þeim mikla áhuga sem þau og einstaklingar hafa sýnt á að aðstoða flóttafólk, með ýmsum hætti,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að tveimur milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þegar allt kemur saman - kvótaflóttamenn og þeir sem hafa fengið hér stöðu flóttamanns af öðrum ástæðum - þá horfum við fram á að fjöldi flóttamanna bara á þessu ári fari yfir hundrað. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að stefnt sé því að verja einum milljarði króna til aðgerða strax á þessu ári og einum milljarði króna á því næsta. „Ríkisstjórnin leggur til að fénu verði varið til þrenns konar verkefna:Til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki erlendis, s.s. Flóttamannastofnun, Barnahjálp, Neyðarsjóð og Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Fé verði m.a. varið til kaupa á mat, lyfjum og hjálpartækjum og til stuðnings við verkefnið „heilsugæsla á hjólum“ sem Rauði kross Íslands hefur staðið að.Til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands, þar sem áhersla verði lögð á að hjálpa fólki að koma sér vel fyrir hér á landi, aðlagast samfélaginu og hefja hér nýtt líf. Er þar bæði gert ráð fyrir flóttamönnum sem hingað kæmu fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og þeim sem koma til landsins eftir öðrum leiðum. Vinna við móttöku flóttafólks er hafin í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og búist er við fyrsta hópnum úr flóttamannabúðum í Líbanon í desember á þessu ári.Til aðgerða sem umbylt geta og hraðað afgreiðslu hælisumsókna hérlendis og til að bregðast við mikilli fjölgun þeirra, þannig að úrvinnsla þeirra taki ekki eins langan tíma og hingað til, með þeirri óvissu og óþægindum sem af því leiðir. Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda mun fela fimm manna verkefnastjórn, skipaðri sérfræðingum, að vinna með nefndinni að ítarlegum tillögum að skiptingu fjárins og skulu þær liggja fyrir áður en önnur umræða fer fram á Alþingi um fjárlagafrumvarp ársins 2016. Þá verður í fjárlagagerð á næsta ári vegna ársins 2017 tekið mið af fjárþörf aðgerðanna. Einnig verði einum milljarði króna skv. fjáraukalögum þessa árs varið til að taka á móti fyrsta hópi flóttafólks frá Sýrlandi, til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og borgarasamtök á vettvangi og til að bregðast við óvenju mikilli fjölgun hælisleitenda á þessu ári en fyrir liggur að umtalsverður hluti þeirra hlýtur stöðu flóttamanna hér á landi. Samþykki Alþingi ofangreindar tillögur ríkisstjórnarinnar verður Ísland meðal þeirra þjóða sem mest leggja af mörkum til aðstoðar flóttafólki vegna vandans í Sýrlandi (sjá ítarefni). Ríkisstjórnin mun hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslands og hyggst á næstunni taka upp málefni flóttafólks á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra mun meðal annars ræða þau á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer þar fram. Ráðherranefndin var skipuð þann 1. september sl. og hefur að undanförnu unnið með fagfólki á ýmsum sviðum að því að kortleggja vandann og móta tillögur að aðgerðum. Stjórnvöld hafa verið í góðum samskiptum við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ítrekað vilja Íslendinga til að hjálpa. Þá hafa stjórnvöld verið í sambandi við sveitarfélög í landinu um getu þeirra og vilja til að taka á móti fólki úr hópi hælisleitenda og flóttafólks. Ríkisstjórnin fagnar þeim mikla áhuga sem þau og einstaklingar hafa sýnt á að aðstoða flóttafólk, með ýmsum hætti,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira