Eignaðist nýja fjölskyldu á Íslandi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. september 2015 12:30 Jeimmy er frá Kólumbíu en kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2005. Hún er þakklát og lítur framtíðina björtum augum. Fréttablaðið/Stefán „Hér á ég heima. Ég var flóttamaður en vil ekki vera það alla ævi, maður er það fyrstu árin, nú á ég mér líf hér,“ segir Jeimmy Andrea sem er frá Kólumbíu en kom til Íslands sem flóttamaður árið 2005. Jeimmy var 22 ára og kom ein síns liðs til landsins en hinir í hópnum voru flestir einstæðar mæður með börn sín. Hún kom úr mikill fátækt og þurfti að flytja frá fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul og fara að vinna fyrir sér. Vegna aðstæðna í heimalandinu kom hún til Íslands ásamt hópi flóttafólks á vegum Rauða kross Íslands í október 2005 en þá hafði hún flúið til Ekvador. „Núna í október eru komin tíu ár síðan ég kom,“ segir Jeimmy brosandi. Það hefur margt gerst á þeim tíma og henni finnst svolítið skrýtið að hugsa til baka. „Þetta var auðvitað erfitt fyrst. Ég fór í fyrsta skipti í flugvél og fannst það spennandi en ég man að þegar ég lenti hér og stóð að sækja farangurinn minn þá brotnaði ég bara saman. Ég var komin í nýtt land, ég var glöð en samt hrædd líka því ég þekkti ekki neitt,“ segir hún.Varð strax hluti af fjölskyldunni Þegar Jeimmy kom til landsins bjó hún fyrst um sinn í íbúð á vegum Reykjavíkurborgar. Á vegum Rauða krossins fékk hún stuðningsfjölskyldu sem átti að hjálpa henni að stíga fyrstu skrefin og aðlagast íslensku samfélagi. Fjölskyldan reyndist henni mikill happafengur. „Þau tóku mér strax eins og ég væri ein af þeim og hjálpuðu mér svo mikið. Kenndu mér hvernig allt virkaði hér og að læra tungumálið. Þau tóku mig inn í fjölskylduna og veittu mér mikinn stuðning.“ Jeimmy varð strax hluti af fjölskyldunni og er enn þann dag í dag. Hún segir það hafa verið ómetanlegt. „Ég eignaðist bara aðra fjölskyldu, ég er svo þakklát fyrir það. Þau buðu mér til sín í mat, ég var hjá þeim á jólunum og innan fjölskyldunnar þeirra þekkja mig allir.“ Jeimmy fór í skóla til að læra íslensku og vann með. Hún kláraði svo BA-nám í háskólanum og stefnir jafnvel á að fara í mastersnám á næstunni. „Mig langar að læra meira og ég hef mikinn áhuga á að hjálpa flóttafólki.“ Hún hefur aðeins unnið tengt því, meðal annars fyrir Rauða krossinn árið 2010 við að hjálpa hópi flóttafólks sem kom hingað til lands. „Ég vil geta hjálpað öðrum líka því ég veit hvernig þetta er og hvernig mér leið þegar ég var að koma hingað fyrst og þekkti ekki neinn.“Kynntist ástinni á Íslandi Jeimmy hefur alltaf unnið mikið og séð um sig ásamt því að senda pening til fjölskyldunnar sinnar úti til þess að hjálpa þeim. Hún heimsótti fjölskylduna á síðasta ári en segist ekki mundu vilja flytja þangað aftur. „Það er margt gott í heimalandinu en ég myndi ekki vilja búa þar. Þar er mjög mikil stéttaskipting, þeir ríku eru mjög ríkir en þeir fátæku eiga ekki neitt. Ég sakna fjölskyldunnar minnar mikið en það er gott að fara í heimsókn stundum. Það er mikil fátækt og erfitt ástand.“ Jeimmy kynntist líka ástinni á Íslandi og gifti sig fyrir tveimur árum. Maðurinn hennar, David Smith, er skoskur og þau kynntust á veitingastað sem þau unnu bæði á. „Hann talaði bara ensku en ég íslensku og spænsku þannig að þetta var smá erfitt til að byrja með,“ segir hún hlæjandi en það gekk á endanum og í dag talar Jeimmy ensku. Þau eiga saman dótturina Kötlu sem er 19 mánaða. „Og hún á ömmu og afa á Íslandi, Bjarna og Kolbrúnu. Þetta er ómetanlegt.“Vill ná betri tökum á íslenskunni Jeimmy lítur framtíðina björtum augum. „Mig langar að fara að vinna núna á leikskóla til þess að ná enn betri tökum á íslenskunni. Þegar ég var í skólanum var ég mikið að vinna í ræstingum með og þá er maður alltaf einn að vinna og lærir ekki að tala tungumálið. Mig langar að prófa að vinna á leikskóla allavega í ár og fara svo kannski í meira nám því mig langar að mennta mig meira. Ég á ótrúlega gott líf í dag og er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að koma hingað.“Bjarni, Kolbrún og fjölskylda þeirra tóku Jeimmy opnum örmum þegar hún kom til landsins.Við sáum auglýst eftir stuðningsfjölskyldum þarna fyrir tíu árum og ákváðum að bjóða okkur fram,“ segir Bjarni Jónsson, sem ásamt eiginkonu sinni, Kolbrúnu Björnsdóttur og fjölskyldu þeirra, tók Jeimmy opnum örmum við komuna til landsins. „Jeimmy var sú eina í hópnum sem var ein og okkur var úthlutað henni. Svo kom í ljós að hún er jafn gömul yngstu dóttur okkar. Okkur fannst ótrúlegt á þeim tíma hvað hún var ung og búin að þurfa að ganga í gegnum margt.“ Bjarni segir það hafa verið lítið mál að bjóða Jeimmy velkomna í fjölskylduna og að hún hafi smellpassað inn. „Hún er mjög opin manneskja og alveg ótrúlega dugleg. Það lýsir sér kannski best í því að hún fór í gegnum nám án þess að taka lán. Við vorum alltaf að segja henni að taka námslán en það kom ekki til greina. Hún vann alltaf með skóla nema eitt ár, þá fékk hún styrk frá Reykjavíkurborg. Þetta lýsir henni í hnotskurn. Hún er alveg ótrúlega dugleg og indæl manneskja,“ segir hann. „Við tölum um hana sem hluta af fjölskyldunni og það kynntust henni allir í stórfjölskyldunni fljótt.“ Bjarni segir stuðning fjölskyldunnar við Jeimmy til að byrja með hafa snúist um að hjálpa henni að læra á íslenskt samfélag. „Bara þessi grundvallaratriði, hvar á að versla, hvernig tekur maður strætó, þessi einföldu atriði.“ Mikið hefur verið rætt um flóttamannavandann undafarna daga og margir boðið fram aðstoð sína á Facebook-hópnum Kæra Eygló – Sýrland kallar. Bjarni segist mæla með því að gerast stuðningsaðilar við flóttamenn. „Alveg eindregið, alveg hiklaust. Við töldum þetta bara vera siðferðislega skyldu okkar að gefa af okkur til að aðstoða fólk.“ Hann segir það líka skipta öllu máli hvernig viðkomandi taki hjálpinni. „Ég held það snúist líka fyrst og síðast um þann sem tekið er á móti, hvað viðkomandi vill gera við þær aðstæður. Það er mikilvægt fyrir Ísland sem samfélag að rétta hjálparhönd þegar flóttamannastraumurinn er svona gríðarlegur. Menn þurfa aðeins að setja þetta í samhengi,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að við lítum á hvernig flóttafólk getur auðgað samfélagið. „Jeimmy er mjög gott dæmi um einstakling sem gefur til baka til samfélagsins og gerir það með eigin verðleikum.“ Flóttamenn Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
„Hér á ég heima. Ég var flóttamaður en vil ekki vera það alla ævi, maður er það fyrstu árin, nú á ég mér líf hér,“ segir Jeimmy Andrea sem er frá Kólumbíu en kom til Íslands sem flóttamaður árið 2005. Jeimmy var 22 ára og kom ein síns liðs til landsins en hinir í hópnum voru flestir einstæðar mæður með börn sín. Hún kom úr mikill fátækt og þurfti að flytja frá fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul og fara að vinna fyrir sér. Vegna aðstæðna í heimalandinu kom hún til Íslands ásamt hópi flóttafólks á vegum Rauða kross Íslands í október 2005 en þá hafði hún flúið til Ekvador. „Núna í október eru komin tíu ár síðan ég kom,“ segir Jeimmy brosandi. Það hefur margt gerst á þeim tíma og henni finnst svolítið skrýtið að hugsa til baka. „Þetta var auðvitað erfitt fyrst. Ég fór í fyrsta skipti í flugvél og fannst það spennandi en ég man að þegar ég lenti hér og stóð að sækja farangurinn minn þá brotnaði ég bara saman. Ég var komin í nýtt land, ég var glöð en samt hrædd líka því ég þekkti ekki neitt,“ segir hún.Varð strax hluti af fjölskyldunni Þegar Jeimmy kom til landsins bjó hún fyrst um sinn í íbúð á vegum Reykjavíkurborgar. Á vegum Rauða krossins fékk hún stuðningsfjölskyldu sem átti að hjálpa henni að stíga fyrstu skrefin og aðlagast íslensku samfélagi. Fjölskyldan reyndist henni mikill happafengur. „Þau tóku mér strax eins og ég væri ein af þeim og hjálpuðu mér svo mikið. Kenndu mér hvernig allt virkaði hér og að læra tungumálið. Þau tóku mig inn í fjölskylduna og veittu mér mikinn stuðning.“ Jeimmy varð strax hluti af fjölskyldunni og er enn þann dag í dag. Hún segir það hafa verið ómetanlegt. „Ég eignaðist bara aðra fjölskyldu, ég er svo þakklát fyrir það. Þau buðu mér til sín í mat, ég var hjá þeim á jólunum og innan fjölskyldunnar þeirra þekkja mig allir.“ Jeimmy fór í skóla til að læra íslensku og vann með. Hún kláraði svo BA-nám í háskólanum og stefnir jafnvel á að fara í mastersnám á næstunni. „Mig langar að læra meira og ég hef mikinn áhuga á að hjálpa flóttafólki.“ Hún hefur aðeins unnið tengt því, meðal annars fyrir Rauða krossinn árið 2010 við að hjálpa hópi flóttafólks sem kom hingað til lands. „Ég vil geta hjálpað öðrum líka því ég veit hvernig þetta er og hvernig mér leið þegar ég var að koma hingað fyrst og þekkti ekki neinn.“Kynntist ástinni á Íslandi Jeimmy hefur alltaf unnið mikið og séð um sig ásamt því að senda pening til fjölskyldunnar sinnar úti til þess að hjálpa þeim. Hún heimsótti fjölskylduna á síðasta ári en segist ekki mundu vilja flytja þangað aftur. „Það er margt gott í heimalandinu en ég myndi ekki vilja búa þar. Þar er mjög mikil stéttaskipting, þeir ríku eru mjög ríkir en þeir fátæku eiga ekki neitt. Ég sakna fjölskyldunnar minnar mikið en það er gott að fara í heimsókn stundum. Það er mikil fátækt og erfitt ástand.“ Jeimmy kynntist líka ástinni á Íslandi og gifti sig fyrir tveimur árum. Maðurinn hennar, David Smith, er skoskur og þau kynntust á veitingastað sem þau unnu bæði á. „Hann talaði bara ensku en ég íslensku og spænsku þannig að þetta var smá erfitt til að byrja með,“ segir hún hlæjandi en það gekk á endanum og í dag talar Jeimmy ensku. Þau eiga saman dótturina Kötlu sem er 19 mánaða. „Og hún á ömmu og afa á Íslandi, Bjarna og Kolbrúnu. Þetta er ómetanlegt.“Vill ná betri tökum á íslenskunni Jeimmy lítur framtíðina björtum augum. „Mig langar að fara að vinna núna á leikskóla til þess að ná enn betri tökum á íslenskunni. Þegar ég var í skólanum var ég mikið að vinna í ræstingum með og þá er maður alltaf einn að vinna og lærir ekki að tala tungumálið. Mig langar að prófa að vinna á leikskóla allavega í ár og fara svo kannski í meira nám því mig langar að mennta mig meira. Ég á ótrúlega gott líf í dag og er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að koma hingað.“Bjarni, Kolbrún og fjölskylda þeirra tóku Jeimmy opnum örmum þegar hún kom til landsins.Við sáum auglýst eftir stuðningsfjölskyldum þarna fyrir tíu árum og ákváðum að bjóða okkur fram,“ segir Bjarni Jónsson, sem ásamt eiginkonu sinni, Kolbrúnu Björnsdóttur og fjölskyldu þeirra, tók Jeimmy opnum örmum við komuna til landsins. „Jeimmy var sú eina í hópnum sem var ein og okkur var úthlutað henni. Svo kom í ljós að hún er jafn gömul yngstu dóttur okkar. Okkur fannst ótrúlegt á þeim tíma hvað hún var ung og búin að þurfa að ganga í gegnum margt.“ Bjarni segir það hafa verið lítið mál að bjóða Jeimmy velkomna í fjölskylduna og að hún hafi smellpassað inn. „Hún er mjög opin manneskja og alveg ótrúlega dugleg. Það lýsir sér kannski best í því að hún fór í gegnum nám án þess að taka lán. Við vorum alltaf að segja henni að taka námslán en það kom ekki til greina. Hún vann alltaf með skóla nema eitt ár, þá fékk hún styrk frá Reykjavíkurborg. Þetta lýsir henni í hnotskurn. Hún er alveg ótrúlega dugleg og indæl manneskja,“ segir hann. „Við tölum um hana sem hluta af fjölskyldunni og það kynntust henni allir í stórfjölskyldunni fljótt.“ Bjarni segir stuðning fjölskyldunnar við Jeimmy til að byrja með hafa snúist um að hjálpa henni að læra á íslenskt samfélag. „Bara þessi grundvallaratriði, hvar á að versla, hvernig tekur maður strætó, þessi einföldu atriði.“ Mikið hefur verið rætt um flóttamannavandann undafarna daga og margir boðið fram aðstoð sína á Facebook-hópnum Kæra Eygló – Sýrland kallar. Bjarni segist mæla með því að gerast stuðningsaðilar við flóttamenn. „Alveg eindregið, alveg hiklaust. Við töldum þetta bara vera siðferðislega skyldu okkar að gefa af okkur til að aðstoða fólk.“ Hann segir það líka skipta öllu máli hvernig viðkomandi taki hjálpinni. „Ég held það snúist líka fyrst og síðast um þann sem tekið er á móti, hvað viðkomandi vill gera við þær aðstæður. Það er mikilvægt fyrir Ísland sem samfélag að rétta hjálparhönd þegar flóttamannastraumurinn er svona gríðarlegur. Menn þurfa aðeins að setja þetta í samhengi,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að við lítum á hvernig flóttafólk getur auðgað samfélagið. „Jeimmy er mjög gott dæmi um einstakling sem gefur til baka til samfélagsins og gerir það með eigin verðleikum.“
Flóttamenn Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira