Ein helsta Snapchat stjarna heims: Vill kynna landið sem hann elskar fyrir allri heimsbyggðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. september 2015 08:30 Chris Carmichael hefur vakið gríðarlega athygli með frammistöðu sinni á Snapchat. „Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann. Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
„Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann.
Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira