Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 15:35 Jón Arnór í baráttunni í dag. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira