Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 15:35 Jón Arnór í baráttunni í dag. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok. EM 2015 í Berlín Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svektur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. „Maður er sár yfir því að tapa þessu. Ég er vonsvikinn að hafa ekki klárað þetta og er vonsvikinn út í sjálfan mig að hafa ekki sett þessi skot niður í lokin," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. Hann var ánægður með kaflann þegar Ísland saxaði á forskot heimamanna. „Við fengum þá góð skot, skotin sem við vildum. Við eyddum svakalegri orku í þennan leik og sögðum fyrir leikinn að við ættum séns í þennan leik." „Ég er vonsvikinn, en auðvitað er ég stoltur af því hvernig við börðumst. Ég var búinn að segja það í öðrum viðtölum að ég hef aldrei verið jafn stressaður fyrir neinn leik á ævinni eins og þennan." „Maður hefur alltaf verið með rútínu til að stjórna þessu, en hugleiðslan gekk greinilega ekki neitt." Jón Arnór segir að varnarleikurinn hafi verið algjörlega til fyrirmyndar. Liðið hafi barist til síðasta blóðdropa, en hefði jafnvel getað gert betur í sóknarleiknum. „Við vorum að stríða þeim mikið varnarlega. Þeir áttu í erfiðleikum með að fá auðveldar körfur og við börðumst eins og Íslendingar. Það er heppilegast." „Það er nátturlega gefið að þetta yrði erfitt, en fyrsti leikurinn er sénsinn aðeins meiri þegar hin liðin þekkja okkur kannski ekki vel. Maður veit aldrei. Ég held að þú þurfir að bera virðingu fyrir öllum liðunum í þessum riðli og þetta verða svona leikir." „Við fengum fullt af opnum færum og hefðum getað sett færin niður, en maður getur ekki hitt úr öllum skotunum. Við vorum auðvitað að gera fullt af mistökum líka, en hefðum kannski mátt nýta færin betur. „Það er mjög jákvætt að fá svona mörg opin skot og mér fannst við vera agressívir. Mér fannst við vera tilbúnir og þessi árs bið hefur gert okkur gott. Það var mikil orka í liðinu." Jón Arnór er leikreyndasti leikmaðurinn í hópnum og hefur spilað flestu leikina af öllum í hópnum á stóra sviðinu í stóru deildunum úti í heimi. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart hversu vel hinir strákarnir í liðinu stóðu sig á stóra sviðinu. „Nei, alls ekki. Við erum með gott lið, við erum með gott körfuboltalið. Við erum litlir, en við vinnum það upp á annan hátt. Við erum bara góðir í körfubolta og fólk sá það hér í dag." „Ég þarf að fara í ísbað. Ég er að stífna upp hérna í þessu viðtali," sem lofaði þó að mæta til leiks á völlinn á morgun: „Já, ég mæti!," sagði Jón Arnór í leikslok.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira