Gróði eða græðgi? Skjóðan skrifar 9. september 2015 11:00 Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið hin bestu í sögu íslensks sjávarútvegs. Stóru útgerðarfyrirtækin, sem ráða þorra aflaheimilda, græða á tá og fingri og á örfáum árum hefur fjárhagsstaða þeirra gjörbreyst. Upp úr hruni voru mörg þessara fyrirtækja skuldsett upp fyrir reykháf m.a. vegna fjárfestinga í fjármálafyrirtækjum. Nú eru stóru fyrirtækin í sjávarútvegi á góðri leið með að verða skuldlaus, greiða eigendum sínum mikinn arð og fjárfesta í skipum og tækjum auk þess að fjárfesta duglega í öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi. Ástæður þessa viðsnúnings eru margvíslegar. Hrun íslensku krónunnar styrkti stöðu útflutningsgreina. Fiskstofnar við Ísland eru sterkari nú en marga undangengna áratugi og nýir fiskstofnar á borð við makríl hafa synt inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Allt hefur þetta haft mjög jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Ekki má gleyma því að íslensk stjórn dekrar beinlínis við stórútgerðina í landinu. Einkaaðgangur hennar að sameiginlegri þjóðarauðlind okkar Íslendinga er stórlega niðurgreiddur þar sem handhafar kvótans greiða ekkert í námunda við það raunverð sem markaðurinn myndi setja á slíkan aðgang. Þessu til viðbótar býr útgerðin við margvíslegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum keppinautum, sem ekki hafa aðgang að hinni takmörkuðu auðlind og verða að kaupa allt sitt hráefni á fiskmörkuðum á jafnvel 30-40 prósentum hærra verði en tíðkast í beinum viðskiptum innan útgerðarfyrirtækja. Nú geta sjálfsagt flestir tekið undir það sjónarmið að mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að útgerðin sé rekin með gróða. Öðruvísi getur hún ekki endurnýjað skipakost og tækjabúnað eða stundað mikilvægt þróunarstarf. Það er hins vegar ekki eðlilegt að arðurinn af sameiginlegri þjóðarauðlind renni í vasa örfárra aðila en ekki þjóðarinnar allrar. Fullyrðingar talsmanna núverandi gjafakvótakerfis, sjálfskipaðra og annarra, um að arðurinn renni til þjóðarinnar með sköttum og dreifist út um samfélagið með ýmsum hætti er brauðmolakenning sem vitibornir menn sjá í gegnum. Píratar hafa sett fram þá stefnu í sjávarútvegi að bjóða skuli upp kvóta. Samfylkingin og Viðreisnarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum hafa talað fyrir slíkri stefnu. Í rauninni er aðeins til ein leið til að reikna rétt endurgjald fyrir aðgang að verðmætri auðlind. Markaðurinn er látinn ráða verðinu og þeir fá kvóta sem eru tilbúnir að borga hæsta verðið fyrir hann. Eðlilegt er að bjóða upp kvótann til langs tíma, t.d. 20 ára í senn, t.d. þannig að á hverju ári séu t.d. 5 prósent heildarkvótans innkölluð og boðin upp. Útgerðin ætti sjálf að bjóðast til að greiða þjóðinni markaðsverð fyrir aðgengi að auðlindinni. Útgerð þarf að reka með gróða en ekki af græðgi.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira