Vilja að lögreglan geti farið í verkfall Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Gerðardómur hefur í tvígang ákveðið kjör lögreglumanna. Hér sjást þeir bíða úrskurðar dómsins árið 2011. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“ Alþingi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“
Alþingi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira