Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2025 15:43 Sumir hjóla allan ársins hring í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar. Staða hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Í tilkynningu segir að fjöldi hjólandi og gangandi vegfarenda hafi aukist jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Suðurfell Þar verður gerður kílómetra langur göngu- og hjólastígur frá Arnarnesvegi að Norðurfelli. Tengist stígurinn meðal annars undirgöngum undir Breiðholtsbraut og stígum við Arnarnesveg. Hjólastígurinn við Suðurfell. Reykjavíkurborg Vínlandsleið Hér hefur ekki áður verið stígur samhliða götunni nema gangstétt á þeim hluta sem hús standa við. Þessi stígur verður um 800 metra langur frá Krókstorgi meðfram Vínlandsleið, langleiðina að Húsasmiðjunni. Stígurinn verður lagður í kjölfar framkvæmda Veitna á svæðinu. Í framtíðinni er svo gert ráð fyrir að framlengja gangstétt sem í dag er við Vínlandsleið að Krókstorgi. Hjólastígurinn við Vínlandsleið. Reykjavíkurborg Elliðaárdalur Þar sem áður var hitaveitustokkur sem gengið var yfir verður gerður stígur með þremur nýjum brúm. Hann mun meðal annars nýtast vel fyrir útivist í dalnum. Við hönnun hans er horft til þess að miðla og varðveita verksummerki um starfsemi Veitna á svæðinu og er framkvæmdin í samstarfi við Veitur. Þá kemur fram í tilkynningu að unnið sé að lokafrágangi brúar yfir Dimmu í Elliðaárdal. Búið sé að opna fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Brúin kemur í stað veitustokks sem nýttur hefur verið sem göngubrú og hefur lengi verið farartálmi á leið gangandi og hjólandi vegfarenda um dalinn. Þá kemur fram að einnig sé búið að opna brú fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í Grænugróf í Elliðaárdal. Áfram verði unnið að göngu- og hjólastígum samhliða Arnarnesvegi milli Elliðaárdals og Rjúpnavegar í Kópavogi, yfir Vatnsenda. Framkvæmdir við Dimmu, Grænugróf og við Arnarnesveg eru hluti samgöngusáttmálans og unnar í samvinnu við Betri samgöngur og Vegagerðina. Sumir hjóla allan ársins hring í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skógarhlíð Stígagerð í Skógarhlíð á samkvæmt tilkynningunni að klárast árið 2026. Um er að ræða viðbót við hjóla- og gangstíg austan megin götunnar og liggur þá, eftir að framkvæmdum er lokið, frá Litluhlíð að stíg við Miklubraut. Þessi framkvæmd er hluti samgöngusáttmálans og er unnin í samvinnu með Betri samgöngum. Til viðbótar við framkvæmdir við stíga verður áfram bætt við hjólstæðum og hjólaskýlum. Á Hlemmi er til að mynda áætlað að rísi hjólaskýli í tengslum við Borgarlínustöð. Ýmis fleiri verkefni en hér hafa verið talin eru til skoðunar í samræmi við Hjólareiðaáætlun Reykjavíkur. Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Vegagerð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Staða hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Í tilkynningu segir að fjöldi hjólandi og gangandi vegfarenda hafi aukist jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Suðurfell Þar verður gerður kílómetra langur göngu- og hjólastígur frá Arnarnesvegi að Norðurfelli. Tengist stígurinn meðal annars undirgöngum undir Breiðholtsbraut og stígum við Arnarnesveg. Hjólastígurinn við Suðurfell. Reykjavíkurborg Vínlandsleið Hér hefur ekki áður verið stígur samhliða götunni nema gangstétt á þeim hluta sem hús standa við. Þessi stígur verður um 800 metra langur frá Krókstorgi meðfram Vínlandsleið, langleiðina að Húsasmiðjunni. Stígurinn verður lagður í kjölfar framkvæmda Veitna á svæðinu. Í framtíðinni er svo gert ráð fyrir að framlengja gangstétt sem í dag er við Vínlandsleið að Krókstorgi. Hjólastígurinn við Vínlandsleið. Reykjavíkurborg Elliðaárdalur Þar sem áður var hitaveitustokkur sem gengið var yfir verður gerður stígur með þremur nýjum brúm. Hann mun meðal annars nýtast vel fyrir útivist í dalnum. Við hönnun hans er horft til þess að miðla og varðveita verksummerki um starfsemi Veitna á svæðinu og er framkvæmdin í samstarfi við Veitur. Þá kemur fram í tilkynningu að unnið sé að lokafrágangi brúar yfir Dimmu í Elliðaárdal. Búið sé að opna fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Brúin kemur í stað veitustokks sem nýttur hefur verið sem göngubrú og hefur lengi verið farartálmi á leið gangandi og hjólandi vegfarenda um dalinn. Þá kemur fram að einnig sé búið að opna brú fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í Grænugróf í Elliðaárdal. Áfram verði unnið að göngu- og hjólastígum samhliða Arnarnesvegi milli Elliðaárdals og Rjúpnavegar í Kópavogi, yfir Vatnsenda. Framkvæmdir við Dimmu, Grænugróf og við Arnarnesveg eru hluti samgöngusáttmálans og unnar í samvinnu við Betri samgöngur og Vegagerðina. Sumir hjóla allan ársins hring í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Skógarhlíð Stígagerð í Skógarhlíð á samkvæmt tilkynningunni að klárast árið 2026. Um er að ræða viðbót við hjóla- og gangstíg austan megin götunnar og liggur þá, eftir að framkvæmdum er lokið, frá Litluhlíð að stíg við Miklubraut. Þessi framkvæmd er hluti samgöngusáttmálans og er unnin í samvinnu með Betri samgöngum. Til viðbótar við framkvæmdir við stíga verður áfram bætt við hjólstæðum og hjólaskýlum. Á Hlemmi er til að mynda áætlað að rísi hjólaskýli í tengslum við Borgarlínustöð. Ýmis fleiri verkefni en hér hafa verið talin eru til skoðunar í samræmi við Hjólareiðaáætlun Reykjavíkur.
Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Vegagerð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira