„Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. desember 2025 22:30 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla. „Við fyrstu skoðun eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild sinni. Þarna er verið að viðurkenna hlutverk blaðamennsku og fjölmiðla sem er mjög mikilvægt. Fjölmiðlar eru skilgreindir sem grunnstoð í samfélaginu. Öll orðræðan og orðanotkunin finnst mér mjög jákvæð og til marks um að stjórnvöld séu að öðlast skilning á þessu mikilvægi og það sem þurfi að gera,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla. Með aðgerðunum ættu opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla hér á landi að næstum tvöfaldast á þarnæsta ári en meðal annars verða umsvif Rúv á auglýsingamarkaði takmörkuð. Sigríður Dögg segir að í draumaheimi þyrftu fjölmiðlar ekki á styrkjum að halda en íslenskt fjölmiðlaumhverfi sé nú að ganga í gegnum mikið umbreytingartímabil. „Þarna er fyrirsjáanleiki, styrkir eru framlengdir til fimm ára, það hefur verið kallað eftir því. Mér finnst mjög jákvætt að þarna er verið að boða aðgerðir til að skattleggja samfélagsmiðla og tæknirisa. Það verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana enn þá betur.“ Taka á stóra bleika fílnum Forsvarsmenn einkarekinna fjölmiðla hér á landi hafa kallað eftir því að einhverjar skorður yrðu settar á Ríkisútvarpið vegna bágrar stöðu einkareknu miðlanna. „Þarna er verið að taka á, eins og það hefur verið kallað stóra bleika fílnum í herberginu, Rúv á auglýsingamarkaði en þó án þess að skerða tekjur Rúv. Það sem við höfum líka kallað eftir að það verði tekið á þessu með einhverjum hætti, það hefur verið ákall frá öðrum miðlum en um leið er ekki verið að skerða auglýsingatekjurnar með þeim hætti að það sé hætta á að auglýsingarnar fari úr landi,“ segir Sigríður Dögg. https://www.visir.is/g/20252819937d Þá hafi Blaðamannafélagið og fjölmiðla einnig lagt áherslu á afslátt af áskriftum fjölmiða. Hún tekur samt sem áður fram að samkvæmt nýlegu dæmi frá Danmörku virki slíkir afslættir ekki nógu vel og skili ekki nægilega miklu til fjölmiðlanna. „Svo söknum við þess að fá ekki styrkir í það sem við höfum verið að reyna koma á fót, styrktarsjóð fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn en þetta er allavega skref í rétta átt,“ segir hún. Biðlar til samfélagsins Sigríður kallar eftir því að almenningur og fyrirtæki taki einnig þátt í því að styrkja fjölmiðla. „Nú eru stjórnvöld búin að gera sitt og þá þarf samfélagið að stíga inn í þetta stóra verkefni líka,“ segir hún. „Við biðlum til atvinnulífsins að kaupa áskriftir handa starfsfólki hjá sér og auglýsa í auknum mæli á íslenskum miðlum og almenningur kaupi áskriftir vegna þess að það þarf að borga fyrir vandað fréttaefni og blaðamennsku, þetta er ekki ókeypis.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Við fyrstu skoðun eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild sinni. Þarna er verið að viðurkenna hlutverk blaðamennsku og fjölmiðla sem er mjög mikilvægt. Fjölmiðlar eru skilgreindir sem grunnstoð í samfélaginu. Öll orðræðan og orðanotkunin finnst mér mjög jákvæð og til marks um að stjórnvöld séu að öðlast skilning á þessu mikilvægi og það sem þurfi að gera,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í dag tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla. Með aðgerðunum ættu opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla hér á landi að næstum tvöfaldast á þarnæsta ári en meðal annars verða umsvif Rúv á auglýsingamarkaði takmörkuð. Sigríður Dögg segir að í draumaheimi þyrftu fjölmiðlar ekki á styrkjum að halda en íslenskt fjölmiðlaumhverfi sé nú að ganga í gegnum mikið umbreytingartímabil. „Þarna er fyrirsjáanleiki, styrkir eru framlengdir til fimm ára, það hefur verið kallað eftir því. Mér finnst mjög jákvætt að þarna er verið að boða aðgerðir til að skattleggja samfélagsmiðla og tæknirisa. Það verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana enn þá betur.“ Taka á stóra bleika fílnum Forsvarsmenn einkarekinna fjölmiðla hér á landi hafa kallað eftir því að einhverjar skorður yrðu settar á Ríkisútvarpið vegna bágrar stöðu einkareknu miðlanna. „Þarna er verið að taka á, eins og það hefur verið kallað stóra bleika fílnum í herberginu, Rúv á auglýsingamarkaði en þó án þess að skerða tekjur Rúv. Það sem við höfum líka kallað eftir að það verði tekið á þessu með einhverjum hætti, það hefur verið ákall frá öðrum miðlum en um leið er ekki verið að skerða auglýsingatekjurnar með þeim hætti að það sé hætta á að auglýsingarnar fari úr landi,“ segir Sigríður Dögg. https://www.visir.is/g/20252819937d Þá hafi Blaðamannafélagið og fjölmiðla einnig lagt áherslu á afslátt af áskriftum fjölmiða. Hún tekur samt sem áður fram að samkvæmt nýlegu dæmi frá Danmörku virki slíkir afslættir ekki nógu vel og skili ekki nægilega miklu til fjölmiðlanna. „Svo söknum við þess að fá ekki styrkir í það sem við höfum verið að reyna koma á fót, styrktarsjóð fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn en þetta er allavega skref í rétta átt,“ segir hún. Biðlar til samfélagsins Sigríður kallar eftir því að almenningur og fyrirtæki taki einnig þátt í því að styrkja fjölmiðla. „Nú eru stjórnvöld búin að gera sitt og þá þarf samfélagið að stíga inn í þetta stóra verkefni líka,“ segir hún. „Við biðlum til atvinnulífsins að kaupa áskriftir handa starfsfólki hjá sér og auglýsa í auknum mæli á íslenskum miðlum og almenningur kaupi áskriftir vegna þess að það þarf að borga fyrir vandað fréttaefni og blaðamennsku, þetta er ekki ókeypis.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira