Heiða Kristín hefur hvatt Brynhildi til framboðs Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. ágúst 2015 12:23 Brynhildur hefur fundið fyrir þrýstingu á framboð en Heiða ætlar ekki að bjóða sig fram. Vísir/Ernir/Valli Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira