Íslenski boltinn

Filippískur landsliðsmaður klárar tímabilið með Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Waltersson, framkvæmdastjóri
Knattspyrnudeildar Grindavíkur, býður Ángel Guirado velkominn til félagsins.
Hjörtur Waltersson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Grindavíkur, býður Ángel Guirado velkominn til félagsins. Mynd/Knattspyrnudeild Grindavíkur
Ángel Guirado hefur skrifað undir samning við 1. deildarlið Grindavíkur og verður með liðinu í síðustu sjö umferðum sumarsins.

Ángel Guirado er spænskur sóknarmaður sem spilaði síðast með liði Udon Thani F.C. á Tælandi.

Guirado er orðinn þrítugur en hann er 191 sentímetrar á hæð og spilar annaðhvort sem fremsti miðjumaður eða framherji.

Ángel Guirado spilar með landsliði Filippseyja og hefur skorað 8 mörk í 30 landsleikjum en síðasta mark hans með landsliðinu var árið 2012.

Ángel Guirado hefur fengið leikheimild með Grindavíkurliðinu og má spila með liðinu í kvöld þegar liðið heimsækir Þrótt í Laugardalinn.

Þessi reynslumikli leikmaður ætti að hjálpa Tommy Nielsen og strákunum hans á lokaspretti mótsins.

Grindvíkingar hafa komið sterkir til baka eftir slæma byrjun og hafa aðeins tapað einum af síðustu sjö leikjum sínum. Grindavík vann 5-0 sigur á Selfossliðinu í síðasta leik.

Ungu strákarnir Alex Freyr Hilmarsson og Hákon Ívar Ólafsson skoruðu báðir tvö mörk í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×