Pólitískt voðaskot í viðskiptaþvingun? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptabann Rússa skellur af fullum þunga á Íslendingum. Spjót hafa staðið á utanríkisráðherra sem varið hefur ákvörðun sína með vísan til heildarhagsmuna. Jafnframt hefur hann sagt að nú sé reynt að fá bannið aðlagað, en að ekki komi til greina að Ísland dragi sig út og fari þar með af lista þeirra ríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Þessar skýringar ráðherra hljóma vel að því leyti, að mat virðist hafa verið lagt á þá hagsmuni landsins sem í húfi voru í aðdraganda ákvörðunar stjórnvalda um að styðja viðskiptaþvinganir. Vegna alvarleika málsins og í ljósi upplýstrar umræðu er hins vegar nauðsynlegt að fá fram hvernig þessir hagsmunir voru metnir. Hvaða hagsmunir lágu til grundvallar stuðningi? Hvaða hagsmunir studdu það að Ísland stæði utan við þvinganirnar? Og ekki síst, með því að vega og meta þessa andstæðu hagsmuni, hvernig var ákvörðun tekin? Utanríkisráðherra ber þannig að upplýsa um hvaða gögn og upplýsingar lágu til grundvallar þeirri afdrifaríku ákvörðun að telja forsvaranlegt og rétt að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum. Pistlahöfundi kann auðvitað að skjátlast, en í fljótu bragði er því miður erfitt að sjá hvaða hagsmunir lögðust svo þungt á vogarskálar að talið var affarasælast að styðja viðskiptaþvinganir fremur en að standa utan við þær. Almennar yfirlýsingar, um að það sé óhjákvæmilegt að styðja jafn viðurhlutamiklar aðgerðir og viðskiptaþvinganir gagnvart öðru ríki ef Ísland ætli að vera þátttakandi í alþjóðasamfélaginu, eru fráleitar. Um hverjar þær ákvarðanir sem teknar eru á alþjóðavettvangi hafa fullvalda ríki rétt á, og verða raunar í öllum tilvikum, að taka ákvarðanir út frá eigin hagsmunum. Sé meiriháttar fjárhagslegt tjón fyrirsjáanlegt fyrir einstakt ríki, mun það að sjálfsögðu ekki horfa fram hjá því fyrir óljósa hagsmuni heildarinnar. Þá geta fullvalda ríki einnig tekið þá afstöðu að með viðskiptaþvingunum muni ekki nást sett markmið, líkt og oft vill því miður verða, og ákveða þar með að standa utan við þær. Íslendingar voru ekki nauðbeygðir til að styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússum og örðugt er að sjá hvaða hagsmunir lágu til grundvallar ákvörðun Íslands um að styðja þær. Þó sannanlega ríði á að takmarka tjón íslensks efnahagslífs vegna ákvörðunar ráðherrans, er ekki síður mikilvægt að bregðast við pólitísku voðaskoti sama aðila ef hann getur ekki veitt gleggri upplýsingar um forsendur hinnar afdrifaríku ákvörðunar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun