Brösótt endurkoma Honda Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. ágúst 2015 23:30 Alonso vonar væntanlega að þurfa ekki meira að fara út að ýta þegar Hondu vélin gefst upp. Vísir/Getty Yfirmaður kappakstursmála hjá vélaframleiðandanum Honda segir að endurkoman í Formúlu 1 hafi ekki gengið sem skyldi.Yashuisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að nú muni sjá til sólar. Honda ætlar að nota þrá uppfærsluskammta fyrir belgíska kappaksturinn. Honda á þá ónotaða fjóra uppfærsluskammta. „Það er ekkert frí hjá okkur nema eitthvað óvænt komi upp í verksmiðjunni. Við vinnum áfram hörðum höndum að þróun,“ sagði Arai. „Við vonum að uppfærslan skili okkur 15 hestöflum. Það er lítið skref í langri baráttu við að ná Mercedes,“ bætti Arai við. Hann þvertók fyrir að uppfærslan myndi skila 50 hestafla aukningu eins og orðrómur hafði verið á kreiki um. Honda var síðast með í Formúlu 1 í lok níunda og upphaf tíunda áratugs síðustu aldar. McLaren-Honda var þá liðið sem önnur lið miðuðu sig við. Aria viðurkennir að flækjustig við hönnun nýju vélarinnar hafi verið meira en Honda reiknaði með. „Ég er þess fullviss að við erum á réttri leið. Við urðum að skapa eitthvað róttækt til að ógna liðunum á toppnum, enda er það endanlegt markmið, að vera á toppnum,“ sagði Arai að lokum. McLaren hefur best komið bíl í fimmta sæti á tímabilinu, Fernando Alonso náði þeim árangri í Ungverjalandi. Liðið er í níunda sæti í keppni bílasmiða með 17 stig. Einungis Manor liðið er með færri stig en Manor er stigalaust í tíunda sæti. Sauber er í áttunda sæti með 22 stig. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00 Miklar framfarir framundan hjá McLaren McLaren liðið telur að það verði orðið samkeppnishæft undir lok tímabilsins. Það er markmið liðsins samkvæmt keppnisstjóra þess, Eric Boullier. 15. júlí 2015 22:00 Rosberg skilur ekki hraða Hamilton Nico Rosberg er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökunum. Rosberg náði flestum ráspólum á síðasta ári en sagan er önnur í ár. 5. ágúst 2015 10:30 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Yfirmaður kappakstursmála hjá vélaframleiðandanum Honda segir að endurkoman í Formúlu 1 hafi ekki gengið sem skyldi.Yashuisa Arai, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda segir að nú muni sjá til sólar. Honda ætlar að nota þrá uppfærsluskammta fyrir belgíska kappaksturinn. Honda á þá ónotaða fjóra uppfærsluskammta. „Það er ekkert frí hjá okkur nema eitthvað óvænt komi upp í verksmiðjunni. Við vinnum áfram hörðum höndum að þróun,“ sagði Arai. „Við vonum að uppfærslan skili okkur 15 hestöflum. Það er lítið skref í langri baráttu við að ná Mercedes,“ bætti Arai við. Hann þvertók fyrir að uppfærslan myndi skila 50 hestafla aukningu eins og orðrómur hafði verið á kreiki um. Honda var síðast með í Formúlu 1 í lok níunda og upphaf tíunda áratugs síðustu aldar. McLaren-Honda var þá liðið sem önnur lið miðuðu sig við. Aria viðurkennir að flækjustig við hönnun nýju vélarinnar hafi verið meira en Honda reiknaði með. „Ég er þess fullviss að við erum á réttri leið. Við urðum að skapa eitthvað róttækt til að ógna liðunum á toppnum, enda er það endanlegt markmið, að vera á toppnum,“ sagði Arai að lokum. McLaren hefur best komið bíl í fimmta sæti á tímabilinu, Fernando Alonso náði þeim árangri í Ungverjalandi. Liðið er í níunda sæti í keppni bílasmiða með 17 stig. Einungis Manor liðið er með færri stig en Manor er stigalaust í tíunda sæti. Sauber er í áttunda sæti með 22 stig.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00 Miklar framfarir framundan hjá McLaren McLaren liðið telur að það verði orðið samkeppnishæft undir lok tímabilsins. Það er markmið liðsins samkvæmt keppnisstjóra þess, Eric Boullier. 15. júlí 2015 22:00 Rosberg skilur ekki hraða Hamilton Nico Rosberg er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökunum. Rosberg náði flestum ráspólum á síðasta ári en sagan er önnur í ár. 5. ágúst 2015 10:30 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? 28. júlí 2015 09:00
Miklar framfarir framundan hjá McLaren McLaren liðið telur að það verði orðið samkeppnishæft undir lok tímabilsins. Það er markmið liðsins samkvæmt keppnisstjóra þess, Eric Boullier. 15. júlí 2015 22:00
Rosberg skilur ekki hraða Hamilton Nico Rosberg er gáttaður á hraða liðsfélaga síns, Lewis Hamilton í tímatökunum. Rosberg náði flestum ráspólum á síðasta ári en sagan er önnur í ár. 5. ágúst 2015 10:30
Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00