365 og Filmflex í samstarf Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2015 17:34 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. vísir 365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
365 og Filmflex hafa skrifað undir samkomulag um samstarf vegna viðskiptaréttinda félaganna tveggja, en það felur í sér að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptapakka hvors annars til viðskiptavina sinna. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi á um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knattspyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða eingöngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva. Nú bætast enski boltinn, meistaradeildin og Golfstöðin við flóruna og þá er vöruúrval okkar nærri fullkomnað,“ segir Hólmgeir Baldursson, forstöðumaður Filmflex. Hann segir að nú sé hægt að bjóða smærri gististöðum tímabundnar áskriftir með myndlyklum símafélaganna og því þurfi ekki lengur að setja upp móttökubúnað á hverjum stað. Áskriftarpakki Filmflex sem nefnist „Toppur Fjöldaáskrift“ verður til sölu hjá 365 og því öllum hótel og gististöðum aðgengilegir. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex séum við að gera hótelum og gististöðum möguleika að nálgast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Enski boltinn fer á fullt í ágúst og verður tíminn fram að því notaður til að fullgera vöruna fyrir næsta keppnistímabil, en stefnt er að því að bjóða upp á sérstaka útsendingar, meðal annars á erlendum tungumálum, enda margir viðskiptavinir gististaða og veitingastaða, erlendir ferðamenn. Ólögmæt dreifing erlendra sjónvarpsstöðva á með þessum samningi að heyra sögunni til en talsverð brögð hafa verið að því að sportbarir og gististaðir hafi boðið upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti í gegnum gervihnetti eða erlenda myndlykla.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15