Svo virðist vera sem allur heimurinn fylgist með Washington Redskins og reyndar aðeins fleiri til.
NFL-lið Redskins gaf út skýrslu í vikunni þar sem greint var frá því hversu margir hefðu farið á síðu félagsins og fylgst með æfingabúðum liðsins.
Er óhætt að segja að niðurstöðurnar hafi verið sláandi. Samkvæmt Redskins komu 7,8 milljarðar einstaklinga inn á síðu félagsins. Þarna er ekki verið að tala um smelli heldur einstaklinga sem heimsóttu síðuna.
Þetta er ótrúlegur áhugi á félaginu á svo margan hátt. Sérstaklega þar sem jarðarbúar eru aðeins 7,3 milljarðar. Það virðast því 500 milljónir geimvera einnig fylgjast með liðinu.
Redskins er því augljóslega vinsælasta lið sólarkerfisins.
Eru geimverur að fylgjast með Redskins?

Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn


Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn