Silver: Einn daginn verður kona aðalþjálfari í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2015 18:15 Hammon, sem er bæði með rússneskan og bandarískan ríkisborgararétt, lék með Rússlandi á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. vísir/afp Eins og fram kom á Vísi fyrr í vikunni stýrði Becky Hammom San Antonio Spurs til sigurs í sumardeild NBA á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað Hammon er fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA. Hammon, sem er 38 ára, var ráðinn aðstoðarþjálfari San Antonio fyrir síðasta tímabil og varð þar með fyrsta konan sem fær fastráðningu sem aðstoðarþjálfari í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum. Hammon spilaði 16 tímabil í WNBA-deildinni, fyrst með New York Liberty og svo með San Antonio Stars. Sumarið 2013 sleit hún krossband í hné og nýtti tímann meðan hún var frá til að fylgjast með æfingum og leikjum hjá San Antonio Spurs þar sem hún fékk nasaþefinn af þjálfun. Hammon, sem var sex sinnum valin til að spila í Stjörnuleik WNBA, fékk svo fastráðningu hjá Spurs í ágúst í fyrra en hún er í miklum metum hjá Gregg Popovich, hinum sigursæla þjálfara San Antonio. Hann gaf Hammon svo tækifæri til að stýra liði Spurs í sumardeild NBA, þar sem minni spámenn og nýjir leikmenn fá að spreyta sig. Adam Silver, forseti NBA, segir að fleiri konur muni feta sömu slóð og Hammon og það styttist í að kona verði ráðin sem aðalþjálfari liðs í deildinni. „Þetta er alveg eins og með mig, ef þú færð ekki tækifæri geturðu ekki sýnt hvers þú ert megnugur,“ sagði Silver sem tók við sem forseti NBA af David Stern í fyrra. „Ég er gríðarlega stoltur af henni og af leikmönnunum sem sáu að hún er fyrsta flokks þjálfari og tóku henni vel. „Þjóðfélagið hefur breyst mikið, bara á síðasta áratugnum, og þetta er enn ein hindrunin sem konur munu yfirstíga,“ sagði Silver sem segir Hammon vera góða fyrirmynd. „Hún er frumkvöðull og ég held að það sé ekki hægt að biðja um heilsteyptari einstakling; fyrrverandi leikmaður sem kann leikinn út og inn og er fær um að starfa hjá jafn öflugu félagi og Spurs er.“ San Antonio féll úr leik fyrir Los Angeles Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Liðið hefur styrkst mikið í sumar með tilkomu LaMarcus Aldridge og David West og ljóst er að Spurs mun gera harða atlögu að meistaratitlinum næsta vor. NBA Tengdar fréttir San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00 Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00 Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15 NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00 Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00 Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00 Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í vikunni stýrði Becky Hammom San Antonio Spurs til sigurs í sumardeild NBA á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað Hammon er fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA. Hammon, sem er 38 ára, var ráðinn aðstoðarþjálfari San Antonio fyrir síðasta tímabil og varð þar með fyrsta konan sem fær fastráðningu sem aðstoðarþjálfari í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum. Hammon spilaði 16 tímabil í WNBA-deildinni, fyrst með New York Liberty og svo með San Antonio Stars. Sumarið 2013 sleit hún krossband í hné og nýtti tímann meðan hún var frá til að fylgjast með æfingum og leikjum hjá San Antonio Spurs þar sem hún fékk nasaþefinn af þjálfun. Hammon, sem var sex sinnum valin til að spila í Stjörnuleik WNBA, fékk svo fastráðningu hjá Spurs í ágúst í fyrra en hún er í miklum metum hjá Gregg Popovich, hinum sigursæla þjálfara San Antonio. Hann gaf Hammon svo tækifæri til að stýra liði Spurs í sumardeild NBA, þar sem minni spámenn og nýjir leikmenn fá að spreyta sig. Adam Silver, forseti NBA, segir að fleiri konur muni feta sömu slóð og Hammon og það styttist í að kona verði ráðin sem aðalþjálfari liðs í deildinni. „Þetta er alveg eins og með mig, ef þú færð ekki tækifæri geturðu ekki sýnt hvers þú ert megnugur,“ sagði Silver sem tók við sem forseti NBA af David Stern í fyrra. „Ég er gríðarlega stoltur af henni og af leikmönnunum sem sáu að hún er fyrsta flokks þjálfari og tóku henni vel. „Þjóðfélagið hefur breyst mikið, bara á síðasta áratugnum, og þetta er enn ein hindrunin sem konur munu yfirstíga,“ sagði Silver sem segir Hammon vera góða fyrirmynd. „Hún er frumkvöðull og ég held að það sé ekki hægt að biðja um heilsteyptari einstakling; fyrrverandi leikmaður sem kann leikinn út og inn og er fær um að starfa hjá jafn öflugu félagi og Spurs er.“ San Antonio féll úr leik fyrir Los Angeles Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Liðið hefur styrkst mikið í sumar með tilkomu LaMarcus Aldridge og David West og ljóst er að Spurs mun gera harða atlögu að meistaratitlinum næsta vor.
NBA Tengdar fréttir San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00 Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00 Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15 NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00 Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00 Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00 Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00
Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00
Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15
NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00
Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00
Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00
Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58