Silver: Einn daginn verður kona aðalþjálfari í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2015 18:15 Hammon, sem er bæði með rússneskan og bandarískan ríkisborgararétt, lék með Rússlandi á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. vísir/afp Eins og fram kom á Vísi fyrr í vikunni stýrði Becky Hammom San Antonio Spurs til sigurs í sumardeild NBA á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað Hammon er fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA. Hammon, sem er 38 ára, var ráðinn aðstoðarþjálfari San Antonio fyrir síðasta tímabil og varð þar með fyrsta konan sem fær fastráðningu sem aðstoðarþjálfari í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum. Hammon spilaði 16 tímabil í WNBA-deildinni, fyrst með New York Liberty og svo með San Antonio Stars. Sumarið 2013 sleit hún krossband í hné og nýtti tímann meðan hún var frá til að fylgjast með æfingum og leikjum hjá San Antonio Spurs þar sem hún fékk nasaþefinn af þjálfun. Hammon, sem var sex sinnum valin til að spila í Stjörnuleik WNBA, fékk svo fastráðningu hjá Spurs í ágúst í fyrra en hún er í miklum metum hjá Gregg Popovich, hinum sigursæla þjálfara San Antonio. Hann gaf Hammon svo tækifæri til að stýra liði Spurs í sumardeild NBA, þar sem minni spámenn og nýjir leikmenn fá að spreyta sig. Adam Silver, forseti NBA, segir að fleiri konur muni feta sömu slóð og Hammon og það styttist í að kona verði ráðin sem aðalþjálfari liðs í deildinni. „Þetta er alveg eins og með mig, ef þú færð ekki tækifæri geturðu ekki sýnt hvers þú ert megnugur,“ sagði Silver sem tók við sem forseti NBA af David Stern í fyrra. „Ég er gríðarlega stoltur af henni og af leikmönnunum sem sáu að hún er fyrsta flokks þjálfari og tóku henni vel. „Þjóðfélagið hefur breyst mikið, bara á síðasta áratugnum, og þetta er enn ein hindrunin sem konur munu yfirstíga,“ sagði Silver sem segir Hammon vera góða fyrirmynd. „Hún er frumkvöðull og ég held að það sé ekki hægt að biðja um heilsteyptari einstakling; fyrrverandi leikmaður sem kann leikinn út og inn og er fær um að starfa hjá jafn öflugu félagi og Spurs er.“ San Antonio féll úr leik fyrir Los Angeles Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Liðið hefur styrkst mikið í sumar með tilkomu LaMarcus Aldridge og David West og ljóst er að Spurs mun gera harða atlögu að meistaratitlinum næsta vor. NBA Tengdar fréttir San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00 Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00 Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15 NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00 Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00 Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00 Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í vikunni stýrði Becky Hammom San Antonio Spurs til sigurs í sumardeild NBA á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað Hammon er fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA. Hammon, sem er 38 ára, var ráðinn aðstoðarþjálfari San Antonio fyrir síðasta tímabil og varð þar með fyrsta konan sem fær fastráðningu sem aðstoðarþjálfari í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum. Hammon spilaði 16 tímabil í WNBA-deildinni, fyrst með New York Liberty og svo með San Antonio Stars. Sumarið 2013 sleit hún krossband í hné og nýtti tímann meðan hún var frá til að fylgjast með æfingum og leikjum hjá San Antonio Spurs þar sem hún fékk nasaþefinn af þjálfun. Hammon, sem var sex sinnum valin til að spila í Stjörnuleik WNBA, fékk svo fastráðningu hjá Spurs í ágúst í fyrra en hún er í miklum metum hjá Gregg Popovich, hinum sigursæla þjálfara San Antonio. Hann gaf Hammon svo tækifæri til að stýra liði Spurs í sumardeild NBA, þar sem minni spámenn og nýjir leikmenn fá að spreyta sig. Adam Silver, forseti NBA, segir að fleiri konur muni feta sömu slóð og Hammon og það styttist í að kona verði ráðin sem aðalþjálfari liðs í deildinni. „Þetta er alveg eins og með mig, ef þú færð ekki tækifæri geturðu ekki sýnt hvers þú ert megnugur,“ sagði Silver sem tók við sem forseti NBA af David Stern í fyrra. „Ég er gríðarlega stoltur af henni og af leikmönnunum sem sáu að hún er fyrsta flokks þjálfari og tóku henni vel. „Þjóðfélagið hefur breyst mikið, bara á síðasta áratugnum, og þetta er enn ein hindrunin sem konur munu yfirstíga,“ sagði Silver sem segir Hammon vera góða fyrirmynd. „Hún er frumkvöðull og ég held að það sé ekki hægt að biðja um heilsteyptari einstakling; fyrrverandi leikmaður sem kann leikinn út og inn og er fær um að starfa hjá jafn öflugu félagi og Spurs er.“ San Antonio féll úr leik fyrir Los Angeles Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Liðið hefur styrkst mikið í sumar með tilkomu LaMarcus Aldridge og David West og ljóst er að Spurs mun gera harða atlögu að meistaratitlinum næsta vor.
NBA Tengdar fréttir San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00 Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00 Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15 NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00 Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00 Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00 Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Sjá meira
San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00
Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00
Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15
NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00
Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00
Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00
Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58