Íslenski boltinn

Diedhiou lánaður vestur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diedhiou í þann mund sem hann gekk í raðir FH.
Diedhiou í þann mund sem hann gekk í raðir FH. vísir/fh
Amath Diedhiou hefur verið lánaður frá FH til BÍ/Bolungarvík, en Diedhiou gekk í raðir FH fyrir þetta tímabil. Senegalinn verður mikill liðsstyrkur fyrir Djúpmenn, en hann er sjöundi leikmaðurinn sem þeir fá í glugganum.

Diedhiou er 25 ára gamall kantmaður sem lék sex leiki með Leikni í Pepsi-deildinni á láni fyrri hluta sumars, en hann var þar á láni frá FH. Hann hefur þó ekki spilað síðan 28. júní, en hann hefur glímt við smávægileg meiðsli.

Sjá einnig: FH kallar Diedhiou til baka úr láni

Senegalinn hefur meðal annars spilað með Sheriff í Moldavíu, JA Drancy og US Quevilly áður en hann gekk í raðir FH fyrir þetta tímabil. Hann lék ekkert með FH í deildarkeppni áður en hann var lánaður til Leiknis.

Hann gæti leikið sinn fyrsta leik í dag, en BÍ/Bolungarvík mætir Þrótti. Djúpmenn eru á botni deildarinnar með fimm stig, en Þróttur er í öðru sæti með 27 stig og geta með sigri skotið sér á toppinn.

Diedhiou er ekki eini leikmaðurinn sem Skástrikið hefur fengið í glugganum, en einnig hafa þeir Pape Mamadou Faye, Halldór Ingi Skarphéðinsson, Jerson Dos Santos, Sergio Modou Fall, Randell Harrevelt og Alexander Jackson Möller gengið í raðir liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×