Lauda: Svona á lífið í kappakstrinum að vera Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. júlí 2015 14:27 James Allison og Sebastian Vettel voru kátir að keppni lokinni. Vísir/Getty Keppnin var einkar viðburðarík. Sebastian Vettel kom Ferrari bílnum í forystu strax í ræsingu og hélt sig þar til loka. Aftar var mikið um sviftingar. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þessi keppni er fyrst og fremst fyrir Jules (Bianchi) við vitum að hann hefði ekið fyrir liðið fyrr eða síðar,“ sagði Vettel. „Við eigum þetta verðlaunasæti skilið, liðið á þetta innilega skilið. Ég vil einnig tileinka annað sætið Jules. Ég hélt að keppnin væri búin í fyrstu beygju en í dag lærði ég hvað klysjan um að maður eigi aldrei að gefast upp þýðir,“ sagði Daniil Kvyat á Red Bull. Hann náði í dag sínu fyrsta verðlaunasæti í Formúlu 1. „Þetta leit ekki vel út í byrjun en þetta kom með seiglunni. Ég vil nýta tækifærið og minnast Jules, hann hefði haft gaman af þessari keppni,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji á Red Bull bílnum. „Vélin er sú sama og við höfum verið að nota í undanförnum keppnum. Við náðum bara að láta hlutina smella,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. „Ræsingin var frábær hér er erfitt að taka fram úr og því gríðarlega gott að ná svona ræsingu. Það var leiðinlegt hvernig fór fyrir Kimi (Raikkonen) hann var á góðri siglingu,“ sagði James Allison, tæknistjóri Ferrari. „Þvílíkur dagur, ég átti erfiðan dag en liðið stóð sig vel í að velja réttu staðina til að stoppa. Ég tek fulla ábyrgð á þeim mistökum sem voru gerð,“ sagði Lewis Hamilton sem endaði sjötti á Mercedes bílnum. „Ég var í skýjunum með keppnina þangað til dekkið sprakk. Eftir það var ég bara að reyna að lágmarka skaðan. Ég er dapur yfir þessu. Nú ætla ég að fara að reyna að njóta sumarfrísins,“ sagði Nico Rosberg sem varð áttundi á Mercedes bílnum. „Svona á lífið í kappakstrinum að vera. Það sem við upplifðum í fyrra var ekki eðlilegt, svona á þetta að vera,“ sagði Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes og þrefaldur heimsmeistari ökumanna.Dagurinn snérist skiljanlega mikið um að minnast og heiðra minningu Jules Bianchi. Ökumenn mynduðu hring og heiðruðu minningu hans með einnar mínútu þögn fyrir keppnina.Vísir/Getty„Ég trúi þessu varla, sérstaklega eftir ræsinguna, ég lenti i samstuði vil Valtteri (Bottas). Það var mikið kraðak fyrir framan mig eftir að öryggisbíllinn fór inn. Þetta var skemmtileg keppni,“ sagði Max Verstappen sem endaði fjórði á Toro Rosso bílnum. „Við bjuggumst aldrei við að ná fimmta sæti í dag. Við nýttum öll tækifæri sem við fegnum. Við vitum a bíllinn er að taka framförum en það er virkilega gaman að geta séð framfarirnar í stigum á töflunni,“ sagði Fernando Alonso sem endaði fimmti á Mclaren bílnum. „Það var erfitt að halda bílum fyrir aftan mig í lokin því dekkin voru afar slitin. Bíllinn var góður og ég er viss um að allir muni halda áfram að reyna að finna frammistöðu í honum, þótt það megi ekki í sumarfríinu næstu tvær vikur,“ sagði Jenson Button sem endaði níundi á McLaren bílnum. Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Eftir dramatíska keppni kom Sebastian Vettel fyrstur í mark á Ferrari bílnum. Daniil Kvyat á Red Bull varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji einnig á Red Bull. 26. júlí 2015 13:50 Hamilton fljótastur og Perez valt Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni en Daniil Kvyat á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. 24. júlí 2015 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Ungverjalandi Lewis Hamilton á Mercedes tryggði sér ráspól í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. júlí 2015 12:16 Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. 25. júlí 2015 22:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Keppnin var einkar viðburðarík. Sebastian Vettel kom Ferrari bílnum í forystu strax í ræsingu og hélt sig þar til loka. Aftar var mikið um sviftingar. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Þessi keppni er fyrst og fremst fyrir Jules (Bianchi) við vitum að hann hefði ekið fyrir liðið fyrr eða síðar,“ sagði Vettel. „Við eigum þetta verðlaunasæti skilið, liðið á þetta innilega skilið. Ég vil einnig tileinka annað sætið Jules. Ég hélt að keppnin væri búin í fyrstu beygju en í dag lærði ég hvað klysjan um að maður eigi aldrei að gefast upp þýðir,“ sagði Daniil Kvyat á Red Bull. Hann náði í dag sínu fyrsta verðlaunasæti í Formúlu 1. „Þetta leit ekki vel út í byrjun en þetta kom með seiglunni. Ég vil nýta tækifærið og minnast Jules, hann hefði haft gaman af þessari keppni,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji á Red Bull bílnum. „Vélin er sú sama og við höfum verið að nota í undanförnum keppnum. Við náðum bara að láta hlutina smella,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull. „Ræsingin var frábær hér er erfitt að taka fram úr og því gríðarlega gott að ná svona ræsingu. Það var leiðinlegt hvernig fór fyrir Kimi (Raikkonen) hann var á góðri siglingu,“ sagði James Allison, tæknistjóri Ferrari. „Þvílíkur dagur, ég átti erfiðan dag en liðið stóð sig vel í að velja réttu staðina til að stoppa. Ég tek fulla ábyrgð á þeim mistökum sem voru gerð,“ sagði Lewis Hamilton sem endaði sjötti á Mercedes bílnum. „Ég var í skýjunum með keppnina þangað til dekkið sprakk. Eftir það var ég bara að reyna að lágmarka skaðan. Ég er dapur yfir þessu. Nú ætla ég að fara að reyna að njóta sumarfrísins,“ sagði Nico Rosberg sem varð áttundi á Mercedes bílnum. „Svona á lífið í kappakstrinum að vera. Það sem við upplifðum í fyrra var ekki eðlilegt, svona á þetta að vera,“ sagði Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes og þrefaldur heimsmeistari ökumanna.Dagurinn snérist skiljanlega mikið um að minnast og heiðra minningu Jules Bianchi. Ökumenn mynduðu hring og heiðruðu minningu hans með einnar mínútu þögn fyrir keppnina.Vísir/Getty„Ég trúi þessu varla, sérstaklega eftir ræsinguna, ég lenti i samstuði vil Valtteri (Bottas). Það var mikið kraðak fyrir framan mig eftir að öryggisbíllinn fór inn. Þetta var skemmtileg keppni,“ sagði Max Verstappen sem endaði fjórði á Toro Rosso bílnum. „Við bjuggumst aldrei við að ná fimmta sæti í dag. Við nýttum öll tækifæri sem við fegnum. Við vitum a bíllinn er að taka framförum en það er virkilega gaman að geta séð framfarirnar í stigum á töflunni,“ sagði Fernando Alonso sem endaði fimmti á Mclaren bílnum. „Það var erfitt að halda bílum fyrir aftan mig í lokin því dekkin voru afar slitin. Bíllinn var góður og ég er viss um að allir muni halda áfram að reyna að finna frammistöðu í honum, þótt það megi ekki í sumarfríinu næstu tvær vikur,“ sagði Jenson Button sem endaði níundi á McLaren bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Eftir dramatíska keppni kom Sebastian Vettel fyrstur í mark á Ferrari bílnum. Daniil Kvyat á Red Bull varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji einnig á Red Bull. 26. júlí 2015 13:50 Hamilton fljótastur og Perez valt Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni en Daniil Kvyat á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. 24. júlí 2015 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Ungverjalandi Lewis Hamilton á Mercedes tryggði sér ráspól í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. júlí 2015 12:16 Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. 25. júlí 2015 22:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Eftir dramatíska keppni kom Sebastian Vettel fyrstur í mark á Ferrari bílnum. Daniil Kvyat á Red Bull varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji einnig á Red Bull. 26. júlí 2015 13:50
Hamilton fljótastur og Perez valt Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni en Daniil Kvyat á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. 24. júlí 2015 21:30
Lewis Hamilton á ráspól í Ungverjalandi Lewis Hamilton á Mercedes tryggði sér ráspól í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. júlí 2015 12:16
Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. 25. júlí 2015 22:00