Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 0-3 | KR kláraði dæmið í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli skrifar 12. júlí 2015 22:30 KR-ingar fagna marki í Víkinni í kvöld. vísir/ernir KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. KR er nú með 23 stig í 2. sætinu, einu stigi á eftir FH sem gerði 2-2 jafntefli við Fylki í kvöld. Víkingar eru hins vegar í vondum málum í 10. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti. Bæði lið voru í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn; KR spiluðu í 120 mínútur gegn Cork City á meðan Víkingar voru að koma úr ferðalagi frá Slóveníu þar sem þeir léku við Koper. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Víkinga vantaði Igor Taskovic og Alan Löwing í þeirra lið. Og eins og sást í kvöld mega þeir einfaldlega ekki við slíkum afföllum. Leikurinn þróaðist eflaust nákvæmlega eins og KR-ingar vildu. Þeir skoruðu snemma og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Þeir bættu tveimur mörkum við undir lok fyrri hálfleiks og þar með voru úrslitin ráðin. Víkingar voru aldrei líklegir til að koma til baka og til marks um það áttu þeir sitt fyrsta og eina skot á markið í leiknum á annarri mínútu í uppbótartíma. Sóknarleikur heimamanna var afar bitlaus og varnarleikurinn litlu skárri. Milos Zivkovic og Tómas Guðmundsson litu illa út í miðri vörninni og voru sérstaklega veikir fyrir boltum inn fyrir. Það nýttu KR-ingar sér til hins ítrasta. KR-ingar ógnuðu fyrst fyrst á 7. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson slapp í gegn eftir sendingu Sörens Fredriksen. Heimamenn sluppu í það skipti því Thomas Nielsen varði vel, en þeir voru ekki jafn heppnir fjórum mínútum seinna þegar Þorsteinn skoraði sitt fjórða deildarmark í sumar. Þetta byrjaði allt með sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar inn á Almarr Ormarsson sem leysti inn á miðjuna af hægri kantinum. Almarr hafði nóg pláss og nægan tíma til að senda boltann inn fyrir á Þorstein sem urðu ekki á nein mistök.Eftir þetta róaðist leikurinn. KR-ingar voru áfram með yfirhöndina án þess þó að skapa sér mörg færi. Það gerðu Víkingar ekki heldur en það vantaði sárlega gæði og hreinlega trú á að þeir gætu skapað sér færi. KR-vörnin átti afar náðugan dag og var í litlum vandræðum með kraftlitlar sóknir heimamanna. Á 37. mínútu skoruðu KR-ingar annað mark sitt og uppskriftin var sú sama og í því fyrra. Þorsteinn Már fékk boltann inn fyrir vörnina hægra megin, hristi Milos af sér, lokkaði Thomas út úr markinu og renndi boltanum svo fyrir markið á Sören sem skoraði af öryggi. Mikið hefur rætt um framtíð Þorsteins Más hjá KR en flest bendir til þess að hann sé á leið frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. Hann og Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, vildu lítið tjá sig um málið eftir leik og virtust vel undirbúnir við spurningum um möguleg vistaskipti framherjans. Þorsteinn hefur spilað vel fyrir KR upp á síðkastið og ef þetta var hans síðasti leikur fyrir Vesturbæjarstórveldið hjá kvaddi hann allavega með stæl. KR-ingar reiddu aftur til höggs á 40. mínútu þegar Sören skallaði hornspyrnu Almars framhjá Thomasi sem var kominn í skógarferð. Þar með var leik lokið. Seinni hálfleikurinn var afar tíðindalítill, þótt KR hafi verið líklegra að bæta við marki eða mörkum en Víkingar að minnka muninn. Bjarni gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson út af í seinni hálfleik en KR-ingar eiga erfiðan Evrópuleik gegn Rosenborg á fimmtudaginn fyrir höndum. Haukur Baldvinsson átti þrumuskot í slá KR-marksins á 66. mínútu en það var hættulegasta tilraun heimamanna í leiknum. KR-vörnin var sem áður sagði örugg og Sindri Snær Jensson, sem lék í marki gestanna í stað Stefáns Loga Magnússonar, hafði sama og ekkert að gera í kvöld. Jónas Guðni var nálægt því að skora þremur mínútum seinna þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Víkings en Thomas varði vel. Um tíu mínútum seinna komst Sören einn í gegn en Dofri Snorrason, besti leikmaður Víkings í kvöld, bjargaði vel. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út og svo fór að KR-ingar fögnuðu öruggum 0-3 sigri.Ólafur: Andlegt gjaldþrot "Þetta var andlegt gjaldþrot," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir 0-3 tap fyrir KR á heimavelli í kvöld. Víkingar spiluðu erfiðan Evrópuleik í Slóveníu á fimmtudaginn og Ólafur sagði leikinn greinilega hafa setið í hans mönnum í kvöld. "Hann gerði það greinilega en það er engin afsökun. Við áttum að gera betur og mættum ekki tilbúnir til leiks. "KR-ingar voru miklu grimmari og áttu sigurinn skilið," sagði Ólafur og bætti því við að Víkingar væru ekki með næga breidd til að takast á við álagið sem fylgir þvi að taka þátt í Evrópukeppni. Ólafur var jafnframt ósáttur með mörkin sem Víkingur fékk á sig. "Þetta voru klaufaleg mörk og alltof auðveld fyrir KR. Þeir skora tvisvar eftir sendingar inn fyrir og svo er Thomas (Nielsen) klaufi í þriðja markinu þar sem hann hittir ekki boltanum."Bjarni: Litum aldrei á þetta sem létt verkefni Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. "Þótt úrslitin hafi á endanum verið nokkuð þægileg litum við aldrei á þetta sem létt verkefni, að koma hingað í Víkina," sagði Bjarni. "Okkur tókst að byrja leikinn af krafti og setja þá á afturlappirnar og þar af leiðandi leit þetta út fyrir að vera auðvelt sem var ekki raunin. "Það er þægileg þróun að vera 3-0 yfir í hálfleik en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerist því menn eru vinnusamir og duglegir," sagði Bjarni sem gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson af velli í seinni hálfleik en KR á leik gegn Rosenborg í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. "Þessir leikmenn hafa spilað nánast alla leiki og það var gott að geta tekið þá út af og jafnframt gaman að geta sett ungan og efnilegan strák (Axel Sigurðarson) inn á og hann stóð sig frábærlega." Tvö fyrstu mörk KR komu eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkings. Bjarni sagði það hafa verið á leikplaninu fyrir leikinn. "Þetta er eitt af vopnunum sem við höfum, að geta sett boltann inn fyrir. Við erum með fljóta menn fram á við og þegar við sendum boltann aftur fyrir varnir andstæðinganna getum við refsað." Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik fyrir KR í kvöld, skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Mikið hefur verið rætt og ritað um hans framtíð hjá KR en félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. En var þetta hans síðasti leikur fyrir KR? "Nei, það vona ég svo sannarlega ekki. Það er Evrópuleikur á fimmtudaginn og glugginn er ekki opinn enn þannig að við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Bjarni að lokum.Þorsteinn Már Ragnarsson á móti Thomas Nielsen.vísir/ernirÓlafur Þórðarson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirBjarni Guðjónsson í Víkinni í kvöld.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
KR endurheimti 2. sætið í Pepsi-deild karla með öruggum 0-3 sigri á Víkingi í kvöld. KR er nú með 23 stig í 2. sætinu, einu stigi á eftir FH sem gerði 2-2 jafntefli við Fylki í kvöld. Víkingar eru hins vegar í vondum málum í 10. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti. Bæði lið voru í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn; KR spiluðu í 120 mínútur gegn Cork City á meðan Víkingar voru að koma úr ferðalagi frá Slóveníu þar sem þeir léku við Koper. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Víkinga vantaði Igor Taskovic og Alan Löwing í þeirra lið. Og eins og sást í kvöld mega þeir einfaldlega ekki við slíkum afföllum. Leikurinn þróaðist eflaust nákvæmlega eins og KR-ingar vildu. Þeir skoruðu snemma og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Þeir bættu tveimur mörkum við undir lok fyrri hálfleiks og þar með voru úrslitin ráðin. Víkingar voru aldrei líklegir til að koma til baka og til marks um það áttu þeir sitt fyrsta og eina skot á markið í leiknum á annarri mínútu í uppbótartíma. Sóknarleikur heimamanna var afar bitlaus og varnarleikurinn litlu skárri. Milos Zivkovic og Tómas Guðmundsson litu illa út í miðri vörninni og voru sérstaklega veikir fyrir boltum inn fyrir. Það nýttu KR-ingar sér til hins ítrasta. KR-ingar ógnuðu fyrst fyrst á 7. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson slapp í gegn eftir sendingu Sörens Fredriksen. Heimamenn sluppu í það skipti því Thomas Nielsen varði vel, en þeir voru ekki jafn heppnir fjórum mínútum seinna þegar Þorsteinn skoraði sitt fjórða deildarmark í sumar. Þetta byrjaði allt með sendingu Skúla Jóns Friðgeirssonar inn á Almarr Ormarsson sem leysti inn á miðjuna af hægri kantinum. Almarr hafði nóg pláss og nægan tíma til að senda boltann inn fyrir á Þorstein sem urðu ekki á nein mistök.Eftir þetta róaðist leikurinn. KR-ingar voru áfram með yfirhöndina án þess þó að skapa sér mörg færi. Það gerðu Víkingar ekki heldur en það vantaði sárlega gæði og hreinlega trú á að þeir gætu skapað sér færi. KR-vörnin átti afar náðugan dag og var í litlum vandræðum með kraftlitlar sóknir heimamanna. Á 37. mínútu skoruðu KR-ingar annað mark sitt og uppskriftin var sú sama og í því fyrra. Þorsteinn Már fékk boltann inn fyrir vörnina hægra megin, hristi Milos af sér, lokkaði Thomas út úr markinu og renndi boltanum svo fyrir markið á Sören sem skoraði af öryggi. Mikið hefur rætt um framtíð Þorsteins Más hjá KR en flest bendir til þess að hann sé á leið frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. Hann og Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, vildu lítið tjá sig um málið eftir leik og virtust vel undirbúnir við spurningum um möguleg vistaskipti framherjans. Þorsteinn hefur spilað vel fyrir KR upp á síðkastið og ef þetta var hans síðasti leikur fyrir Vesturbæjarstórveldið hjá kvaddi hann allavega með stæl. KR-ingar reiddu aftur til höggs á 40. mínútu þegar Sören skallaði hornspyrnu Almars framhjá Thomasi sem var kominn í skógarferð. Þar með var leik lokið. Seinni hálfleikurinn var afar tíðindalítill, þótt KR hafi verið líklegra að bæta við marki eða mörkum en Víkingar að minnka muninn. Bjarni gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson út af í seinni hálfleik en KR-ingar eiga erfiðan Evrópuleik gegn Rosenborg á fimmtudaginn fyrir höndum. Haukur Baldvinsson átti þrumuskot í slá KR-marksins á 66. mínútu en það var hættulegasta tilraun heimamanna í leiknum. KR-vörnin var sem áður sagði örugg og Sindri Snær Jensson, sem lék í marki gestanna í stað Stefáns Loga Magnússonar, hafði sama og ekkert að gera í kvöld. Jónas Guðni var nálægt því að skora þremur mínútum seinna þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Víkings en Thomas varði vel. Um tíu mínútum seinna komst Sören einn í gegn en Dofri Snorrason, besti leikmaður Víkings í kvöld, bjargaði vel. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út og svo fór að KR-ingar fögnuðu öruggum 0-3 sigri.Ólafur: Andlegt gjaldþrot "Þetta var andlegt gjaldþrot," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir 0-3 tap fyrir KR á heimavelli í kvöld. Víkingar spiluðu erfiðan Evrópuleik í Slóveníu á fimmtudaginn og Ólafur sagði leikinn greinilega hafa setið í hans mönnum í kvöld. "Hann gerði það greinilega en það er engin afsökun. Við áttum að gera betur og mættum ekki tilbúnir til leiks. "KR-ingar voru miklu grimmari og áttu sigurinn skilið," sagði Ólafur og bætti því við að Víkingar væru ekki með næga breidd til að takast á við álagið sem fylgir þvi að taka þátt í Evrópukeppni. Ólafur var jafnframt ósáttur með mörkin sem Víkingur fékk á sig. "Þetta voru klaufaleg mörk og alltof auðveld fyrir KR. Þeir skora tvisvar eftir sendingar inn fyrir og svo er Thomas (Nielsen) klaufi í þriðja markinu þar sem hann hittir ekki boltanum."Bjarni: Litum aldrei á þetta sem létt verkefni Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn á Víkingi í kvöld en hann skilar KR-ingum aftur upp í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. "Þótt úrslitin hafi á endanum verið nokkuð þægileg litum við aldrei á þetta sem létt verkefni, að koma hingað í Víkina," sagði Bjarni. "Okkur tókst að byrja leikinn af krafti og setja þá á afturlappirnar og þar af leiðandi leit þetta út fyrir að vera auðvelt sem var ekki raunin. "Það er þægileg þróun að vera 3-0 yfir í hálfleik en það gerðist ekki af sjálfu sér. Það gerist því menn eru vinnusamir og duglegir," sagði Bjarni sem gat leyft sér þann munað að taka Jacob Schoop, Pálma Rafn Pálmason og Jónas Guðna Sævarsson af velli í seinni hálfleik en KR á leik gegn Rosenborg í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. "Þessir leikmenn hafa spilað nánast alla leiki og það var gott að geta tekið þá út af og jafnframt gaman að geta sett ungan og efnilegan strák (Axel Sigurðarson) inn á og hann stóð sig frábærlega." Tvö fyrstu mörk KR komu eftir stungusendingar inn fyrir vörn Víkings. Bjarni sagði það hafa verið á leikplaninu fyrir leikinn. "Þetta er eitt af vopnunum sem við höfum, að geta sett boltann inn fyrir. Við erum með fljóta menn fram á við og þegar við sendum boltann aftur fyrir varnir andstæðinganna getum við refsað." Þorsteinn Már Ragnarsson átti flottan leik fyrir KR í kvöld, skoraði fyrsta markið og lagði upp mark númer tvö. Mikið hefur verið rætt og ritað um hans framtíð hjá KR en félagaskiptaglugginn opnar á miðvikudaginn. En var þetta hans síðasti leikur fyrir KR? "Nei, það vona ég svo sannarlega ekki. Það er Evrópuleikur á fimmtudaginn og glugginn er ekki opinn enn þannig að við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Bjarni að lokum.Þorsteinn Már Ragnarsson á móti Thomas Nielsen.vísir/ernirÓlafur Þórðarson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirBjarni Guðjónsson í Víkinni í kvöld.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira