Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 12:00 Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón. Grikkland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón.
Grikkland Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira