Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 12:00 Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón. Grikkland Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Samkomulag náðist snemma í morgun um aðgerðir sem Grikkland mun ráðast til að fá frekari neyðaraðstoð. Hagfræðingur segir vanda Grikkja þó ekki leystan með þessum aðgerðum. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Meðal aðgerða sem ráðist verður í er einföldun á virðiskaukaskattskerfinu, breytingar á lífeyriskerfi landsins með það að markmiði að gera það sjálfbært og breytingar á rekstrarumhverfi verslana samkvæmt viðmiðum sem OECD hefur sett. Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir samkomulagið niðurlægjandi fyrir grísku þjóðina. Hann segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. „Þetta virðist vera það illskásta sem er í stöðunni núna. Þetta er tiltölulega niðurlægjandi fyrir Grikki og það má búast við að það verði töluverð andstaða hjá þeim gegn þessum tillögum en þetta mun leyfa þeim að vera áfram á Evrusvæðinu,“ segir hann. „Kannski aðal vandamálið er bæði það að Grikkjum þykir þetta niðurlægjandi og hins vegar líka að þetta leysir vandamálið til skamms tíma. Það má alveg búast við því að vandamálið komi aftur á borðið eftir kannski tvo til þrjú ár.“ Jón segir að búast megi við mikilli andstöðu við aðgerðunum í Grikklandi. „Vandamálið er það að Evrópuþjóðirnar hafa misst allt traust á getu grískra stjórnvalda til að gera það sem nauðsynlegt er fyrir hagkerfið. Vegna skorts á þessu trausti þá eru kröfurnar á Grikki mjög harðar og verður mjög hart fylgt á eftir þeim,“ segir hann. „Á móti kemur að þegar þú segir við land að við treystum þér ekki og þú þarft að fylgja ákveðnum reglum þá er það mjög niðurlægjandi fyrir löndin og má alveg búast við því að viðbrögðin við þessu í Grikklandi verði mjög neikvæð. Þeir kannski segja „við verðum að gera þetta“ en það má alveg búast við mikilli andstöðu gegn þessu þessu þar í landi,“ segir Jón.
Grikkland Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira