Mýrarbolti á mölinni í dag Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:10 Hægt er að spreyta sig í mýrarbolta í Nauthólsvík í dag. Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið. Mýrarboltinn Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið.
Mýrarboltinn Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira