Mýrarbolti á mölinni í dag Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2015 10:10 Hægt er að spreyta sig í mýrarbolta í Nauthólsvík í dag. Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið. Mýrarboltinn Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Á milli klukkan 15 og 18 í dag gefst fólki kostur á að spreyta sig í drullubolta í Nauthólsvík. Mýrarboltinn fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ekki hafa spilað fótbolta í drullu hefur verið sett upp svæði í Nauthólsvík þar sem hægt er að prófa fótboltahæfileika sína í drullupytti, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mýrarboltanum. „Með þessu erum við að leyfa þeim sem hafa aldrei komið á Mýrarboltann og vita ekki almennilega við hvers konar aðstæður fótbolti er spilaður á mótinu að prófa,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn aðstandenda Mýrarboltans. „Núna höfum við verið að drullumalla í rúman áratug og finnum fyrir sívaxandi forvitni fólks um það hvað fer í raun fram í Mýrarboltanum og hvernig það er að reyna að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Þetta er okkar besta svar: Komið og prófið.“ Mýrarboltinn hefur hlotið athygli erlendra fjölmiðla á síðustu árum og hlaut nýverið nafnbótina Næst skrítnasta útgáfa af knattspyrnu í heiminum, samkvæmt fótboltamiðlinum Copa90. „Erlendir þátttakendur hafa verið áberandi síðustu ár og þannig hefur Mýrarboltinn ratað í erlenda fjölmiðla. Það var vissulega gaman að sjá að Mýrarboltinn hafi komist á þennan lista en við hefðum auðvitað bara viljað vera í fyrsta sæti,“ segir Jón Páll. Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram í tólfta sinn í Tungudal á Ísafirði um komandi verslunarmannahelgi. Fjöldi þátttakenda farið vaxandi á hverju ári og koma keppendur ekki bara alls staðar að á landinu heldur einnig erlendis frá. Keppt er frá föstudegi til sunnudags og á kvöldin er skipulögð mikil tónlistarveisla fyrir keppendur, aðstandendur þeirra og aðra gesti Mýrarboltans. Meðal flytjenda í ár verða Retró Stefson, Skítamórall, Blaz Roca, Rythmatic og Húsið á sléttunni. Hátíðinni lýkur með risastóru lokahófi á sunnudagskvöldið.
Mýrarboltinn Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira