Skorar á neytendur að hundsa verslanir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 13:19 Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“ Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“
Alþingi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira