Eldhúsdagsumræður: „Hvenær ætlar ríka fólkið að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:16 Helgi Hjörvar var fyrstur mælenda á Alþingi í kvöld. Vísir/Valli „Hér sitjum við á sumri eftir margra mánaða tilgangslausar deilur.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem hóf eldhúsdagsumræður á Alþingi nú í kvöld. Í ræðu sinni margt hafa minnt á árið 2007 í þingstörfum ársins. Hann þakkar fólkinu og fyrirtækjum í landinu árangur í að koma þjóðarskútunni aftur á góða siglingu en telur stjórnmálastarfi á Alþingi orðið ansi lélegt. „Við þurfum að gera róttækar breytingar til bóta meðal annars tryggja rétt minnihluta og þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ sagði Helgi. Hann vill taka úr sambandi þá orðræðu stjórnmálamanna að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér og vilja eigna sér árangur á öllu og engu. „Afneitun á stjórnunarvandanum verður til þess að við gerum ekki nauðsynlegar breytingar til þess að sagan endurtaki sig ekki.“Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um ójöfnuð mjög 2007 Helgi sagði pólitísk afskipti á stjórnun fjármálafyrirtækja, þá staðreynd að Seðlabankinn hækkar vexti á meðan afnahagsráðherra lofar skattalækkunum, sölu banka í samstarfi við þrotabúin án útboðs og frændhygli minna um margt á störf Alþingis árið 2007. „Við þurfum gagnsæi og reglur,“ sagði Helgi. „Mest 2007 er þó stefnan um ójöfnuð. Þetta þing hófst á því að hækka matarskatt á almenning en lýkur því með því að lækka veiðigjöld á útgerðina. Það sem hefði getað orðið sjálfsögð og sanngjörn leiðrétting varð að ójöfnuði með því að námsmenn og leigjendur voru skilin út undan.“ Hann bætti því svo við að 1,5 milljarðar hefðu runnið til auðmanna líkt og fram kom í skýrslu fjármálaráðherra í vikunni.Lýðræði inn og freka karlinn út „Allir þeir sem færðu fórnir eiga tilgang til batans. Hvenær ætlar ríka fólki að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla? Það er einfaldlega best að búa í löndum þar sem frelsi og jöfnuður ríkja.“ Hann hvatti til þess að „freki karlinn“ í stjórnmálum yrði stöðvaður og lýðræðið haft í hávegum. „Með almannahagsmuni ofar sérhagsmunum getum við tryggt öllum mannréttindi og tækifæri. Með því að breyta markaðnum úr vondum herra í góðan þjón þá getum við aukið samkeppni, jafnræði og bætt kjörin. Við getum skapað unga fólkinu tryggt húsnæði, mannsæmandi lífskjör, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálabarátta almennings hefur skapað gríðarlegar framfarir um allan heim og gert hann að betri stað til að búa í.“ Alþingi Tengdar fréttir #eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Hér sitjum við á sumri eftir margra mánaða tilgangslausar deilur.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem hóf eldhúsdagsumræður á Alþingi nú í kvöld. Í ræðu sinni margt hafa minnt á árið 2007 í þingstörfum ársins. Hann þakkar fólkinu og fyrirtækjum í landinu árangur í að koma þjóðarskútunni aftur á góða siglingu en telur stjórnmálastarfi á Alþingi orðið ansi lélegt. „Við þurfum að gera róttækar breytingar til bóta meðal annars tryggja rétt minnihluta og þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ sagði Helgi. Hann vill taka úr sambandi þá orðræðu stjórnmálamanna að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér og vilja eigna sér árangur á öllu og engu. „Afneitun á stjórnunarvandanum verður til þess að við gerum ekki nauðsynlegar breytingar til þess að sagan endurtaki sig ekki.“Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um ójöfnuð mjög 2007 Helgi sagði pólitísk afskipti á stjórnun fjármálafyrirtækja, þá staðreynd að Seðlabankinn hækkar vexti á meðan afnahagsráðherra lofar skattalækkunum, sölu banka í samstarfi við þrotabúin án útboðs og frændhygli minna um margt á störf Alþingis árið 2007. „Við þurfum gagnsæi og reglur,“ sagði Helgi. „Mest 2007 er þó stefnan um ójöfnuð. Þetta þing hófst á því að hækka matarskatt á almenning en lýkur því með því að lækka veiðigjöld á útgerðina. Það sem hefði getað orðið sjálfsögð og sanngjörn leiðrétting varð að ójöfnuði með því að námsmenn og leigjendur voru skilin út undan.“ Hann bætti því svo við að 1,5 milljarðar hefðu runnið til auðmanna líkt og fram kom í skýrslu fjármálaráðherra í vikunni.Lýðræði inn og freka karlinn út „Allir þeir sem færðu fórnir eiga tilgang til batans. Hvenær ætlar ríka fólki að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla? Það er einfaldlega best að búa í löndum þar sem frelsi og jöfnuður ríkja.“ Hann hvatti til þess að „freki karlinn“ í stjórnmálum yrði stöðvaður og lýðræðið haft í hávegum. „Með almannahagsmuni ofar sérhagsmunum getum við tryggt öllum mannréttindi og tækifæri. Með því að breyta markaðnum úr vondum herra í góðan þjón þá getum við aukið samkeppni, jafnræði og bætt kjörin. Við getum skapað unga fólkinu tryggt húsnæði, mannsæmandi lífskjör, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálabarátta almennings hefur skapað gríðarlegar framfarir um allan heim og gert hann að betri stað til að búa í.“
Alþingi Tengdar fréttir #eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
#eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent