Bottas: Við höfum yfirhöndina í baráttunni við Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júlí 2015 14:45 Bottas telur víst að Williams hafi nú yfirhöndina yfir Ferrari. Vísir/Getty Lewis Hamilton nældi sér í ráspól á heimavelli á Silverstone brautinni í dag. Sinn áttunda á tímabilinu. Einungis Ayrton Senna og Michael Schumacher hafa oftar náð ráspól. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Það er sérstakt að ná ráspól á heimavelli. Við vorum að fínstilla bílinn alla tímatökuna sem gerði hvern hring að smá ævintýri,“ sagði Hamilton. „Gaman að sjá alla þessa áhorfendur. Lewis var örlítið fljótari en ég sem er pirrandi en hann ók vel. Það gerðist eitthvað skrýtið í seinni tilrauninni í þriðju lotu það bætti sig enginn held ég nema Felipe,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna, hann ræsir annar. „Gaman að sjá báða bíla á undan Ferrari, vonandi náum við að enda keppnina á morgun með báða bílana á undan þeim líka,“ sagði Felipe Massa eftir tímatökuna, hann ræsir þriðji. „Við vorum alveg á mörkunum og hittum rétt á brautarmörkin. Enginn af okkar hringjum var dæmdur ólögmætur ekki svo þetta gekk vel,“ sagði Rob Smedley frammistöðustjóri Williams.Þrír hröðustu ökumenn dagsins frá vinstri: Massa, Hamilton og Rosberg.Vísir/getty„Ég er ekki sáttur við þetta, jú ég er vissulega á undan Seb (Sebastian Vettel) en ég vil vera fremstur. Þetta eru ekki bestu aðstæðurnar fyrir okkur það er flókið að keyra þegar vindurinn breytist frá beygju til beygju,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari sem ræsir fimmti. „Ég lenti næstum aftan á Felipe (Massa) þegar Nico (Rosberg) var að aka hægt fyrir framan okkur en það er engum um að kenna ég var á undirbúningshring,“ sagði Vettel á Ferrari sem ræsir sjötti á morgun. „Jafnvægið í bílnum var skrýtið í vindinum. Morgundagurinn er sá sem skiptir máli. Við höfum yfirhöndina í baráttunni við Ferrari sem er gott,“ sagði Valtteri Bottas á Williams sem ræsir fjórði. „Afturendinn á bílnum var griplaus, ég var hálfri sekúndu hægari í tímatökunni en á æfingunni í morgun sem er afar skrýtið,“ sagði Max Verstappen sem ræsir 13. á morgun. „Þetta er það sem við bjuggumst við, við erum nokkuð sáttir, B-bíllinn okkar er að virka vel. Við þurfum að halda áfram að vinna hörðum höndum að þvi að ná framförum,“ sagði Nico Hulkenberg sem ræsir níundi á morgun á nýja Force India bílnum.Einungis í þremur af síðustu 17 keppnum á Silverstone hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Það er því ástæða til að hlakka til keppninnar á morgun. Það getur ýmislegt gerst.Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 11:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu tímum helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Nýr bíll Force India vekur tilhlökkun Force India ætlar að kynna nýjan bíl þessa helgi á Silverstone brautinni í Bretlandi. Liðið er fullt tilhlökkunar samkvæmt Vijay Mallya, liðsstjóra Force India. 29. júní 2015 22:45 Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir breska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 4. júlí 2015 12:27 Hamilton vill að allir aðrir en Rosberg vinni keppnir Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann vilji frekar sjá ökumenn annarra liða vinna keppnir en liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 28. júní 2015 11:00 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. 3. júlí 2015 20:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton nældi sér í ráspól á heimavelli á Silverstone brautinni í dag. Sinn áttunda á tímabilinu. Einungis Ayrton Senna og Michael Schumacher hafa oftar náð ráspól. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Það er sérstakt að ná ráspól á heimavelli. Við vorum að fínstilla bílinn alla tímatökuna sem gerði hvern hring að smá ævintýri,“ sagði Hamilton. „Gaman að sjá alla þessa áhorfendur. Lewis var örlítið fljótari en ég sem er pirrandi en hann ók vel. Það gerðist eitthvað skrýtið í seinni tilrauninni í þriðju lotu það bætti sig enginn held ég nema Felipe,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna, hann ræsir annar. „Gaman að sjá báða bíla á undan Ferrari, vonandi náum við að enda keppnina á morgun með báða bílana á undan þeim líka,“ sagði Felipe Massa eftir tímatökuna, hann ræsir þriðji. „Við vorum alveg á mörkunum og hittum rétt á brautarmörkin. Enginn af okkar hringjum var dæmdur ólögmætur ekki svo þetta gekk vel,“ sagði Rob Smedley frammistöðustjóri Williams.Þrír hröðustu ökumenn dagsins frá vinstri: Massa, Hamilton og Rosberg.Vísir/getty„Ég er ekki sáttur við þetta, jú ég er vissulega á undan Seb (Sebastian Vettel) en ég vil vera fremstur. Þetta eru ekki bestu aðstæðurnar fyrir okkur það er flókið að keyra þegar vindurinn breytist frá beygju til beygju,“ sagði Kimi Raikkonen á Ferrari sem ræsir fimmti. „Ég lenti næstum aftan á Felipe (Massa) þegar Nico (Rosberg) var að aka hægt fyrir framan okkur en það er engum um að kenna ég var á undirbúningshring,“ sagði Vettel á Ferrari sem ræsir sjötti á morgun. „Jafnvægið í bílnum var skrýtið í vindinum. Morgundagurinn er sá sem skiptir máli. Við höfum yfirhöndina í baráttunni við Ferrari sem er gott,“ sagði Valtteri Bottas á Williams sem ræsir fjórði. „Afturendinn á bílnum var griplaus, ég var hálfri sekúndu hægari í tímatökunni en á æfingunni í morgun sem er afar skrýtið,“ sagði Max Verstappen sem ræsir 13. á morgun. „Þetta er það sem við bjuggumst við, við erum nokkuð sáttir, B-bíllinn okkar er að virka vel. Við þurfum að halda áfram að vinna hörðum höndum að þvi að ná framförum,“ sagði Nico Hulkenberg sem ræsir níundi á morgun á nýja Force India bílnum.Einungis í þremur af síðustu 17 keppnum á Silverstone hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Það er því ástæða til að hlakka til keppninnar á morgun. Það getur ýmislegt gerst.Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 11:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu tímum helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Nýr bíll Force India vekur tilhlökkun Force India ætlar að kynna nýjan bíl þessa helgi á Silverstone brautinni í Bretlandi. Liðið er fullt tilhlökkunar samkvæmt Vijay Mallya, liðsstjóra Force India. 29. júní 2015 22:45 Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir breska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 4. júlí 2015 12:27 Hamilton vill að allir aðrir en Rosberg vinni keppnir Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann vilji frekar sjá ökumenn annarra liða vinna keppnir en liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 28. júní 2015 11:00 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. 3. júlí 2015 20:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nýr bíll Force India vekur tilhlökkun Force India ætlar að kynna nýjan bíl þessa helgi á Silverstone brautinni í Bretlandi. Liðið er fullt tilhlökkunar samkvæmt Vijay Mallya, liðsstjóra Force India. 29. júní 2015 22:45
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir breska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 4. júlí 2015 12:27
Hamilton vill að allir aðrir en Rosberg vinni keppnir Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann vilji frekar sjá ökumenn annarra liða vinna keppnir en liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 28. júní 2015 11:00
Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00
Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. 3. júlí 2015 20:00