Enski boltinn

Örebro ekki unnið í síðustu fjórum leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eiður Aron í leik með ÍBV.
Eiður Aron í leik með ÍBV. vísir/daníel
Það gengur illa hjá Íslendingarliðinu Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag tapaði Örebro 2-0 fyrir Djurgården á útivelli.

Þetta byrjaði ekki vel fyrir Örebro því Daniel Berntsen kom Djurgården yfir á fimmtu mínúndu og sautján mínútum síðar tvöfaldaði Sam Johnson forystuna.

Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-0 tap Örebro. Djurgården er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en Örebro er í þriðja neðsta sætinu, því fjórtánda.

Hjörtur Logi Valgarðsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson voru báðir í byrjunarliði Örebro, en Eiði var skipt af velli á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann krækt sér í gult spjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×