Lyfjaráð staðfestir að Þorvaldur féll á lyfjaprófi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júlí 2015 12:27 Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn síðast. mynd/hestafréttir.is Lyfjaráð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur staðfest að verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði. Fram kemur í frétt Lyfjaráðs á heimasíðu ÍSÍ að ákæra hafi verið send til Dómstóls ÍSÍ vegna „afbrigðilegra niðurstaðna (adverse analytical finding)“ á lyfjaprófi Þorvaldar. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í þriggja mánaða bann í fyrra þegar amfetamín fannst í lyfsýni hans. Samkvæmt heimildum Vísis er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Bannið var síðar stytt niður í einn mánuð og losnaði hann úr því daginn fyrir landsmót hestamanna, stærsta hestamót ársins. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, var ekki hrifinn af niðurstöðu áfrýjunarnefndar í því máli. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur í yfirlýsingu um málið í fyrra. Knapinn slapp með skrekkinn í fyrra en líklega á hann yfir höfði sér langt bann að þessu sinni. Aðrar íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Lyfjaráð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur staðfest að verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði. Fram kemur í frétt Lyfjaráðs á heimasíðu ÍSÍ að ákæra hafi verið send til Dómstóls ÍSÍ vegna „afbrigðilegra niðurstaðna (adverse analytical finding)“ á lyfjaprófi Þorvaldar. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í þriggja mánaða bann í fyrra þegar amfetamín fannst í lyfsýni hans. Samkvæmt heimildum Vísis er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Bannið var síðar stytt niður í einn mánuð og losnaði hann úr því daginn fyrir landsmót hestamanna, stærsta hestamót ársins. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, var ekki hrifinn af niðurstöðu áfrýjunarnefndar í því máli. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur í yfirlýsingu um málið í fyrra. Knapinn slapp með skrekkinn í fyrra en líklega á hann yfir höfði sér langt bann að þessu sinni.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira