Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2014 09:15 Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Myndin til hægri er frá Landsmóti hestamanna. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“ Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“
Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn