Fótbolti

Riise verður samherji Arons Elísar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Instagram
Björn Helgi Riise er genginn til liðs við Álasund í norsku úrvalsdeildinni og verður þar með liðsfélagi Arons Elísar Þrándarsonar og Daníels Leó Grétarssonar.

Björn Helge er yngri bróðir John Arne Riise, sem lék með Liverpool, Roma og Fulham. Björn Helge er 32 ára gamall og kemur frá Lilleström þar sem hann lék undir stjórn Rúnars Kristinssonar.

Riise hóf ferilinn hjá Álasundi en fór frá félaginu til Standard Liege í Belgíu árið 2003. Þar var hann í tvö ár en fór svo aftur heim til Noregs þar sem hann var hjá Lilleström í fjögur ár.

Hann fór svo til Fulham en náði aðeins að spila fimmtán leiki þar á þremur tímabilum. Hann sneri þá aftur í Lilleström þar sem hann hefur verið þar til nú.

Stuðningsmenn Álasund fagna því mjög að endurheimta Björn Helge en liðið er í tíunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar með nítján stig, tveimur á eftir Lilleström sem er í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×