QuizUp komið út fyrir Windows-síma 21. júní 2015 16:07 Spurningaleikurinn vinsæli eykur sífellt umsvif sín. QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga. Leikjavísir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
QuizUp, stærsti spurningaleikur heims, sem framleiddur er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Windows-síma en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í tækjum sem keyra á iOS-stýrikerfinu og á Android-tækjum. Nú er því hægt að spila QuizUp í rúmlega 99% allra stýrikerfa í farsímum.Windows-síminn oft útundanEigendur Windows-síma (áður Nokia) búa ekki við sama úrval af öppum og iPhone og Android símanotendur, en það krefst töluverðs auka umstangs fyrir þá sem þróa farsímaöpp að aðlaga þau ólíkum kerfum. Vegna þess hversu lítil markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins er hjá farsímaframleiðendum, í samanburði við áðurnefnda risa, þá kjósa sum hugbúnaðarfyrirtæki einfaldlega að sleppa því að gefa öppin út fyrir Windows síma. Það eru helst þau öpp sem ná hvað mestum vinsældum sem koma einnig út á Windows, þó að stundum geti verið bið eftir því. Önnur kynslóð QuizUp leiksins kom út í lok maí en í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á samskipti og að tengja fólk með svipuð áhugamál saman. Er þessi útgáfa nú fáanleg í þremur vinsælustu farsíma-stýrikerfum heims. Virkir notendur eru mjög duglegir að deila alls kyns efni með öðrum spilurum tengt sínu áhugamáli, ekki ósvipað og þekkist á öðrum samfélagsmiðlum.„Ánægjulegt fyrir aðdáendur - enn ánægjulegra fyrir Microsoft“Erlendir fjölmiðlar hafa í umfjöllun sinni nefnt að útgáfa QuizUp fyrir Windows-síma sé ánægjuleg fyrir aðdáendur leiksins en jafnvel enn betri fréttur fyrir Microsoft framleiðanda Windows-síma. Erfiðlega hafi reynst fyrir tölvurisann að fá leikjaframleiðendur til að þróa öpp fyrir Windows-síma og markaðshlutdeild símanna hafi dregist saman á undanförnum mánuðum. Það sé því jákvætt að fá vinsælan spurningaleik eins og QuizUp um borð.33 milljónir náð í QuizUp – 30.000 nýir dag hvernÍ QuizUp er að finna yfir 600 þúsund spurningar í 1.200 flokkum. 33 milljónir manna hafa náð í leikinn og 30 þúsund nýir notendur bætast við að meðaltali hvern einasta dag. Virkir spilarar spila tæplega 7 milljónir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mínútum í að spila leikinn dag hvern. Í heildina hafa verið spilaðir rúmlega 4 milljarðar leikja þar sem spilarar hafa svarað 28 milljörðum spurninga.
Leikjavísir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun