Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2026 10:32 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, undirritar erindið fyrir hönd félagsins. Vísir/Ívar Fannar Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, um hvenær væri von á lagafrumvarpi til að leiðrétta tollflokkun á pitsuosti, með því að segja að taka ætti málið upp í viðræðum við Bændasamtök Íslands um endurnýjun búvörusamninga og vænta mætti frumvarps að þeim loknum, með vorinu. Félag atvinnurekenda gagnrýnir svör ráðuneytisins harðlega og bendir á að hlítni Íslands við alþjóðasamninga á borð við EES-samninginn eða samninginn um Alþjóðatollastofnunina geti ekki verið neitt samningsatriði við einkaaðila á borð við Bændasamtök Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Greint var frá því í apríl að ESA hefði komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka pitsaost með viðbættri jurtaolíu, sem falli undir gildissvið EES-samningsins, í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hafi Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að niðurstaðan kæmi honum ekki á óvart en hann fagnaði henni. ESA hefði tekið málið upp eftir kvörtun FA. Lofaði leiðréttingu Í tilkynningu FA segir að ráðuneytið hafi ekki viðurkennt að Ísland hafi brotið gegn EES, en sagt í svarbréfi til ESA í september síðastliðnum að lagt yrði fram frumvarp á Alþingi til að leiðrétta tollflokkunina til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar, WCO, vorið 2023. ESA hafi þá krafist frekari svara um hvenær slíks frumvarps væri að vænta. Í svarbréfi ráðuneytisins, sem dagsett sé 24. nóvember síðastliðinn, komi fram að frumvarp verði undirbúið í nánu samstarfi við atvinnuvegaráðuneytið. „Síðarnefnda ráðuneytið hafi byrjað viðræður við Bændasamtök Íslands um endurnýjun núgildandi búvörusamninga, sem falli úr gildi í árslok 2026. Ráðuneytið segir að þessar viðræður eigi meðal annars að fjalla um áhrif breytinga á tollflokkuninni á innlenda framleiðendur. Íslensk stjórnvöld telji mikilvægt að ljúka viðræðum við Bændasamtökin um hinar áformuðu breytingar á tollalögunum áður en lagt verði fram frumvarp á Alþingi.“ Ráðuneytið greini jafnframt frá því að þess hafi verið vænst að viðræður yrðu komnar vel áleiðis þegar bréfið var sent, en þær hafi dregist vegna anna í atvinnuvegaráðuneytinu. Nú sé búist við að viðræður verði vel á veg komnar vorið 2026 og þá sé kominn grundvöllur til að leggja fram frumvarp á Alþingi til breytinga á tollalögum. Ákvarðanir sveiflist ekki eftir dutlungum Í erindi FA til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra, sem dagsett er í gær, ýsir FA yfir mikilli furðu á þessu svari ráðuneytisins til ESA og bendir á tvennt. „Í fyrsta lagi getur hlítni Íslands við alþjóðasamninga á borð við EES-samninginn eða samninginn um Alþjóðatollastofnunina ekki verið neitt samningsatriði við einkaaðila á borð við Bændasamtök Íslands. Sama gildir um viðhald þeirrar löngu – og þar til nýlega óslitnu – stjórnsýsluhefðar að fara eftir álitum Alþjóðatollastofnuninnar um tollflokkun. Það skiptir máli fyrir traust í milliríkjaviðskiptum Íslands að ákvarðanir stjórnvalda sveiflist ekki eftir duttlungum sérhagsmunahópa, heldur sé farið að alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í bréfi FA. Í bréfinu segir að því verði illa trúað að núverandi ríkisstjórn hyggist halda áfram þeim „stjórnsýslufarsa“ sem hafi einkennt tollflokkunarmálið í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, þar sem látið hafi verið undan kröfum sérhagsmunaaðila í landbúnaði, gengið gegn áliti tollflokkunarsérfræðinga Skattsins þannig að þeir sögðu sig frá málinu, gögnum verið stungið undir stól og þeim meðal annars leynt fyrir dómstólum og stjórnsýslulög brotin á félagsmanni FA, sem flutti inn vöruna sem um ræðir, með því að halda ítrekað frá honum gögnum málsins. „Nú þykir FA einfaldlega kominn tími til að fara að lögum og alþjóðasamningum,“ segir í bréfi félagsins til ráðherra. Búast ekki við að viðræðum verði lokið í vor Þá bendir FA á að fyrir liggi að atvinnuvegaráðuneytið hafi lagt til við Bændasamtök Íslands að gildistími núverandi búvörusamninga verði framlengdur út árið 2027. „Fyrir vikið mun viðræðum um búvörusamninga væntanlega alls ekki ljúka nú í vor. Þetta lá fyrir opinberlega snemma í nóvember, áður en ráðuneytið sendi ESA ofangreint erindi, og verður bréfið enn furðulegra í því ljósi.“ Tollflokkun pitsaosts EFTA EES-samningurinn Skattar, tollar og gjöld Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. 9. september 2025 21:58 Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila. 9. september 2025 13:48 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Greint var frá því í apríl að ESA hefði komist að þeirri niðurstöðu að með því að flokka pitsaost með viðbættri jurtaolíu, sem falli undir gildissvið EES-samningsins, í rangan tollflokk og leggja tolla á vöruna, hafi Ísland brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að niðurstaðan kæmi honum ekki á óvart en hann fagnaði henni. ESA hefði tekið málið upp eftir kvörtun FA. Lofaði leiðréttingu Í tilkynningu FA segir að ráðuneytið hafi ekki viðurkennt að Ísland hafi brotið gegn EES, en sagt í svarbréfi til ESA í september síðastliðnum að lagt yrði fram frumvarp á Alþingi til að leiðrétta tollflokkunina til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar, WCO, vorið 2023. ESA hafi þá krafist frekari svara um hvenær slíks frumvarps væri að vænta. Í svarbréfi ráðuneytisins, sem dagsett sé 24. nóvember síðastliðinn, komi fram að frumvarp verði undirbúið í nánu samstarfi við atvinnuvegaráðuneytið. „Síðarnefnda ráðuneytið hafi byrjað viðræður við Bændasamtök Íslands um endurnýjun núgildandi búvörusamninga, sem falli úr gildi í árslok 2026. Ráðuneytið segir að þessar viðræður eigi meðal annars að fjalla um áhrif breytinga á tollflokkuninni á innlenda framleiðendur. Íslensk stjórnvöld telji mikilvægt að ljúka viðræðum við Bændasamtökin um hinar áformuðu breytingar á tollalögunum áður en lagt verði fram frumvarp á Alþingi.“ Ráðuneytið greini jafnframt frá því að þess hafi verið vænst að viðræður yrðu komnar vel áleiðis þegar bréfið var sent, en þær hafi dregist vegna anna í atvinnuvegaráðuneytinu. Nú sé búist við að viðræður verði vel á veg komnar vorið 2026 og þá sé kominn grundvöllur til að leggja fram frumvarp á Alþingi til breytinga á tollalögum. Ákvarðanir sveiflist ekki eftir dutlungum Í erindi FA til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra, sem dagsett er í gær, ýsir FA yfir mikilli furðu á þessu svari ráðuneytisins til ESA og bendir á tvennt. „Í fyrsta lagi getur hlítni Íslands við alþjóðasamninga á borð við EES-samninginn eða samninginn um Alþjóðatollastofnunina ekki verið neitt samningsatriði við einkaaðila á borð við Bændasamtök Íslands. Sama gildir um viðhald þeirrar löngu – og þar til nýlega óslitnu – stjórnsýsluhefðar að fara eftir álitum Alþjóðatollastofnuninnar um tollflokkun. Það skiptir máli fyrir traust í milliríkjaviðskiptum Íslands að ákvarðanir stjórnvalda sveiflist ekki eftir duttlungum sérhagsmunahópa, heldur sé farið að alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í bréfi FA. Í bréfinu segir að því verði illa trúað að núverandi ríkisstjórn hyggist halda áfram þeim „stjórnsýslufarsa“ sem hafi einkennt tollflokkunarmálið í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, þar sem látið hafi verið undan kröfum sérhagsmunaaðila í landbúnaði, gengið gegn áliti tollflokkunarsérfræðinga Skattsins þannig að þeir sögðu sig frá málinu, gögnum verið stungið undir stól og þeim meðal annars leynt fyrir dómstólum og stjórnsýslulög brotin á félagsmanni FA, sem flutti inn vöruna sem um ræðir, með því að halda ítrekað frá honum gögnum málsins. „Nú þykir FA einfaldlega kominn tími til að fara að lögum og alþjóðasamningum,“ segir í bréfi félagsins til ráðherra. Búast ekki við að viðræðum verði lokið í vor Þá bendir FA á að fyrir liggi að atvinnuvegaráðuneytið hafi lagt til við Bændasamtök Íslands að gildistími núverandi búvörusamninga verði framlengdur út árið 2027. „Fyrir vikið mun viðræðum um búvörusamninga væntanlega alls ekki ljúka nú í vor. Þetta lá fyrir opinberlega snemma í nóvember, áður en ráðuneytið sendi ESA ofangreint erindi, og verður bréfið enn furðulegra í því ljósi.“
Tollflokkun pitsaosts EFTA EES-samningurinn Skattar, tollar og gjöld Atvinnurekendur Tengdar fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. 9. september 2025 21:58 Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila. 9. september 2025 13:48 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. 9. september 2025 21:58
Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila. 9. september 2025 13:48