„Lágkúra“ og „ódrengskapur“ á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 14:56 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/GVA Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“ Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla í seinustu ræðunni undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Jón gerði þá að umtalsefni kísilverksmiðjuna á Bakka og lagði út af orðum Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem hún hafði látið falla fyrr í umræðunni. Lilja talaði um mikilvægi þess að fylgja rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, ekki síst vegna þess sem hún sagði vera þrýsting frá fyrirtækjum og stóriðju um uppbyggingu. Þá nefndi hún einnig lög um ívilnanir í nýfjárfestingum og mikilvægi þess að fylgja þeim ramma. Formaður atvinnuveganefndar sagði Bakka langt út fyrir ívilnunarlögin sem Lilja Rafney nefndi: „Það hefði þurft sérákævði til þess að það verkefni færi í gegn til hliðar við ívilnunarlögin. [...] Þetta er tvískinnungshátturinn í málflutningnum í þessu máli hjá þessu fólki sem er tilbúinn að styðja það af því það hentar kjördæmi formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar, sem kom með málið inn í þingið, þá er þetta allt í lagi. En þegar kemur að öðrum kjördæmum og öðrum málum þá fara menn að flækja sig í einhverjum forsendu [...] þannig að það rýkur úr hausnum á þeim sjálfum og þau skilja ekki sjálf um hvað þau eru að tala.“ Liðnum Störf þingsins lauk svo en Steingrímur J. kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Hann sagði að honum þætti það varla við hæfi að þingmenn gætu notað ræðutíma sinn í að nafngreina aðrar þingmenn og rægja þá út í eitt. Steingrímur sagði að honum fyndist að forseti mætti gera athugasemdir við slíkan málflutning. „Það er auðvitað ekki boðlegt að þingmenn þurfi að sæta því, og sitja undir því, dauðir eins og það er kallað í umræðu, og geta ekki borið hönd yfir höfuð sér. Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá háttvirtum þingmanni Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir. En mér er meira umhugað um það að svona lagað sé ekki látið líðast hérna í störfum þingsins. Að svona lágkúra og ódrengskapur að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í umræðu sé látin viðgangast en auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns.“
Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira