Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2015 19:53 Flugfélagið Ernir sér fram á að fjölga ferðum til Húsavíkur vegna iðnaðaruppbyggingar og skoðar jafnframt kaup á 30 sæta vélum. Fjölgun farþega til Vestmannaeyja og Hornafjarðar kallar einnig á stærri vélar. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Guðmundsson, forstjóra Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur hafði legið niðri um tólf ára skeið þegar Flugfélagið Ernir endurvakti flugleiðina fyrir þremur árum. Svo glaðir voru Þingeyingar að þrjúhundruð manns mættu á Aðaldalsflugvöll til að fagna Herði Guðmundssyni og félögum sem byrjuðu með því að fljúga nítján sæta Jetstream-vélum fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir í viku.Frá fyrsta flugi Ernis til Húsavíkur vorið 2012. Þá voru 7 ferðir í viku, núna eru 11-12 ferðir. Hörður býst að þeim fjölgi í 15-20 á viku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú er orðin gjörbreytt staða með Húsavíkurflugið. Þar eru að fara í gang mestu framkvæmdir Norðurlands og þær kalla á meira flug. „Við erum að fara 11-12 ferðir núna, sem er bara áætlun, fyrir utan aukaferðir, sem við erum að fara nánast í hverri einustu viku núna. Ég á von á að því að þetta gætu orðið þetta 15-20 ferðir í viku meðan framkvæmdir eru í gangi,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir skoðar nú hvort þörf sé á að taka í notkun 30 sæta vél til Húsavíkur, eins og af gerðinni Jetstream 41 og Saab 340.„Yfir sumarmánuðina þá er alveg full þörf á slíkri vél, allavega hluta úr vikunni, aðeins stærri vél. En við munum byrja á því að fara varlega af stað og nota þann kost sem við höfum til staðar. En þegar líður á haustið og við sjáum hvert stefnir svona almennilega í þessum málum þá munum við taka frekari ákvarðanir um framhald,“ segir Hörður. En það er ekki bara Húsavík. Fleiri áætlunarstaðir hjá félaginu kalla á aukið flug og stærri vél og nefnir Hörður Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Þangað sé vaxandi farþegafjöldi, eins og er. „Þetta hefur verið í lægðinni og við erum að sjá í fyrsta skipti núna í nokkur ár að það er að fjölga farþegum frá mánuði til mánaðar, miðað við sömu mánuði á síðasta ári og þar áður.“ Þegar spurt er hvort unnt sé að lækka flugfargjöldin vill Hörður beina umræðunni að ríkisvaldinu. „Þetta á að vera hægt með því að laga skattaumhverfið og álögur og gjöld.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmiðinn á 8.500 krónur Ernir og Framsýn semja. 4. apríl 2015 10:00 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Flugfélagið Ernir sér fram á að fjölga ferðum til Húsavíkur vegna iðnaðaruppbyggingar og skoðar jafnframt kaup á 30 sæta vélum. Fjölgun farþega til Vestmannaeyja og Hornafjarðar kallar einnig á stærri vélar. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Guðmundsson, forstjóra Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur hafði legið niðri um tólf ára skeið þegar Flugfélagið Ernir endurvakti flugleiðina fyrir þremur árum. Svo glaðir voru Þingeyingar að þrjúhundruð manns mættu á Aðaldalsflugvöll til að fagna Herði Guðmundssyni og félögum sem byrjuðu með því að fljúga nítján sæta Jetstream-vélum fjóra daga vikunnar, alls sjö ferðir í viku.Frá fyrsta flugi Ernis til Húsavíkur vorið 2012. Þá voru 7 ferðir í viku, núna eru 11-12 ferðir. Hörður býst að þeim fjölgi í 15-20 á viku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En nú er orðin gjörbreytt staða með Húsavíkurflugið. Þar eru að fara í gang mestu framkvæmdir Norðurlands og þær kalla á meira flug. „Við erum að fara 11-12 ferðir núna, sem er bara áætlun, fyrir utan aukaferðir, sem við erum að fara nánast í hverri einustu viku núna. Ég á von á að því að þetta gætu orðið þetta 15-20 ferðir í viku meðan framkvæmdir eru í gangi,“ segir Hörður. Flugfélagið Ernir skoðar nú hvort þörf sé á að taka í notkun 30 sæta vél til Húsavíkur, eins og af gerðinni Jetstream 41 og Saab 340.„Yfir sumarmánuðina þá er alveg full þörf á slíkri vél, allavega hluta úr vikunni, aðeins stærri vél. En við munum byrja á því að fara varlega af stað og nota þann kost sem við höfum til staðar. En þegar líður á haustið og við sjáum hvert stefnir svona almennilega í þessum málum þá munum við taka frekari ákvarðanir um framhald,“ segir Hörður. En það er ekki bara Húsavík. Fleiri áætlunarstaðir hjá félaginu kalla á aukið flug og stærri vél og nefnir Hörður Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Þangað sé vaxandi farþegafjöldi, eins og er. „Þetta hefur verið í lægðinni og við erum að sjá í fyrsta skipti núna í nokkur ár að það er að fjölga farþegum frá mánuði til mánaðar, miðað við sömu mánuði á síðasta ári og þar áður.“ Þegar spurt er hvort unnt sé að lækka flugfargjöldin vill Hörður beina umræðunni að ríkisvaldinu. „Þetta á að vera hægt með því að laga skattaumhverfið og álögur og gjöld.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmiðinn á 8.500 krónur Ernir og Framsýn semja. 4. apríl 2015 10:00 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Helmingi stærri vél leysir af Fokkerinn Hálfrar aldar þjónustu Fokkeranna við landsmenn lýkur senn. Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skipta þeim út fyrir helmingi stærri vélar, Bombardier Q400, sem taka 74 farþega. 16. mars 2015 20:15