Íslenski boltinn

Sjáið ferðasögu Valsmanna austur á land

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn hafa unnið fimm síðustu leiki sína með markatölunni 16-1.
Valsmenn hafa unnið fimm síðustu leiki sína með markatölunni 16-1. Vísir/Vilhelm
Valsmenn eru eitt af liðunum átta sem verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu.

Valsmenn tryggðu sér sætið með því að vinna 4-0 sigur á Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í gærkvöldi.

Kristinn Freyr Sigurðsson, Daði Bergsson, Patrick Pedersen og Haukur Ásberg Hilmarsson skoruðu mörkin í leiknum en þetta var fimmti sigur Valsmanna í röð í deild og bikar.

Ragnar Vignir, kynningarstjóri Vals, skellti sér með í ferðina austur og tók saman ferðasögu Valsliðsins.

Ragnar ræddi við þjálfara Valsliðsins bæði á leiðinni austur sem og á leiðinni heim, ræddi við harðan stuðningsmanna sem fylgdi liðinu og þá talaði Ragnar líka við leikmenn Vals fyrir leik, eftir leik og á meðan á leiknum stóð.

Ragnar Vignir talaði meðal annars við Danann Patrick Pedersen sem var þarna að skora í sjötta leik sínum í röð.

Það er hægt að sjá ferðasögu Valsmanna í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×