Íslenski boltinn

Fjölnisstrákarnir bíða enn eftir að fá mörkin sín staðfest á KSÍ-síðunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson. Vísir/Vilhelm
Fjölnir vann 3-0 sigur á Leikni í áttundu umferð Pepsi-deildar karla á mánudagskvöldið en markaskorarar liðsins hafa þó ekki enn fengið mörkin skráð á sig á KSÍ-síðunni.

Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins hefur staðfest úrslitin, spjöldin og skiptingarnar í leiknum en það bólar aftur á móti ekkert á mörkunum þremur.

Aron Sigurðarson skoraði tvö mörk í leiknum og Þórir Guðjónsson eitt en öll mörkin komu á síðasta rúma hálftímanum í leiknum.

Þórir Guðjónsson er komið með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar og Aron hefur skorað þrjú mörkin en svo er ekki staðan hjá þeim á lista yfir markahæstu menn deildarinnar. Þórir er þar bara með fjögur mörk og Aron aðeins eitt.

Það eru að verða fjórir sólarhringir liðnir frá því að leiknum lauk og Fjölnismenn hafa unnið einn leik í millitíðinni því Grafarvogspiltar unnu 4-0 bikarsigur á Ólafsvíkur-Víkingum í gær.

Þórir Guðjónsson (2 mörk) og Aron Sigurðarson voru líka á skotskónum í þeim leik og hafa þegar fengið mörkin sína staðfest á leikskýrslunni á KSÍ-vefnum.

Staðan á staðfestri leikskýrslunni fjórum dögum eftir leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×