Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2015 13:15 Þingheimur vísir/vilhelm Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið. Alþingi Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið.
Alþingi Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira