Smáþjóðaleikarnir settir í Laugardalshöll 1. júní 2015 20:18 Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna. Fimleikar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira
Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í Laugardalshöll í kvöld. Leikarnir eiga sér þrjátíu ára sögu og er þetta í annað sinn sem leikarnir fara fram hér á landi. Þóra Arnórsdóttir flutti setningarræðu leikanna og kynnti þátttökuþjóðirnar til leiks en áður hafði Páll Óskar Hjálmtýsson flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Lárus Blöndal ÍSÍ, forseti ÍSÍ, var þá einnig með tölu. Afreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir steig jafnframt á stokk og fór með eið fyrir hönd keppenda en Sandra Dögg Árnadóttir þjálfari í fimleikum fyrir hönd þjálfara. Á Smáþjóðaleikunum 2015 er keppt í ellefu íþróttagreinum Þær eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, áhaldafimleikar og golf en keppendur er rúmlega 700 talsins í ár. Alls telja þátttakendur; keppendur, þjálfarar og fylgdarlið um 1200 manns.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lét mynda sig með lukkudýri leikanna, Blossa.MYND/TWITTERFimleikar og golf eru valgreinar á leikunum í ár en sú þjóð sem heldur leikana getur valið tvær keppnisgreinar og er þetta í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Þátttökurétt á Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón en þessar þjóðir eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó og San Marínó. Formleg dagskrá hefst klukkan níu í fyrramálið þegar skotíþróttamenn hefja keppni í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni. Keppendur í sundi, borðtennis og tennis hefja keppni klukkuan 10. Einnig er keppt í blaki, frjálsum, fimleikum, körfuknattleik og strandblaki á morgun en nánari upplýsingar um dagskrá leikanna má nálgast hér.Íslensku keppendurnir hafa alla jafna átt góðu gengi að fagna á Smáþjóðaleikum en þeir eiga næstflest verðlaun í sögu leikanna, á eftir Kýpur. Frítt er inn á alla íþróttaviðburði og eru allir hvattir til þess að nýta sér þetta „einstaka tækifæri til þess að koma og sjá heimsklassa íþróttamenn sýna hvað í þeim býr,“ eins og komist er að orði á vefsíðu leikanna.
Fimleikar Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Sjá meira