Enski boltinn

Norwich vill fá Alfreð Finnbogason

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk í spænsku deildinni.
Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk í spænsku deildinni. vísir/getty
Nýliðar Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eru í enskum miðlum sagðir mjög áhugsamir um að fá íslenska landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason í sínar raðir.

Frá því var greint fyrr í vikunni að Alfreð gæti mögulega farið á láni frá Real Sociedad til Everton, fyrrverandi félags Davids Moyes, þjálfara Sociedad.

Norwich fór upp á tærnar þegar það frétti að Alfreð væri mögulega laus, samkvæmt fréttum enskra miðla, og ætlar nú að sækjast eftir kröftum hans.

Alfreð varð markakóngur í Hollandi í fyrra, en skoraði aðeins tvö mörk í 25 leikjum fyrir Real Sociedad í spænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð og var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu.

Skotinn ungi, Alex Neil, knattspyrnustjóri Norwich, er sagður hafa gert það að forgangsatriði hjá sér í sumar að ganga frá kaupum á eða lánssamningi við Alfreð Finnbogason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×