„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2015 15:44 Benedikt Jóhannesson er einn af þeim sem stendur að stofnun nýja flokksins. Vísir/GVA „Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér. Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
„Ég heyri að fólk er orðið ótrúlega þreytt,“ segir Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri. Stefnumótunarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, fer fram á Grand hótel í dag. Til stendur að stofna flokkinn formlega snemma árs 2016 en fram að því eigi að nýta tímann í að kynna áherslumál flokksins um land allt. Benedikt segir að unnið hafi verið úr punktum og ábendingum sem fram hafi komið á fundum Viðreisnar í fyrra. Fjöldi manns hafi sótt fundinn og nú sé búið að skerpa á höfuðáherslum. Margt sé hægt að gera. Sumt kosti mikið og taki lengri tíma á meðan aðrar breytingar séu ekki jafndýrar og hægt að ráðast í á tiltölulega skömmum tíma. Framkvæmdastjórinn segir starfið hingað til hafa miðast að málefnum en nú þurfi flokkurinn einnig að skipuleggja sig. Undirbúningsstofnfundur er fyrirhugaður þann 1. október og stofnun nýs flokks á fyrsta ársfjórðungi 2016. Að óbreyttu verða næstu ríkisstjórnakosningar vorið 2017. Aðspurður segir Benedikt fólk vera orðið þreytt á að almennum leikreglum sé ekki fylgt. Sérhagsmunir séu teknir fram yfir hagsmuni almennings. Ólíðandi sé að menn séu alltaf að sveigja leikreglurnar að sínum ákveðna málsstað sem gerist ótrúlega oft.Umræða um utanríkismál snúist um heimasíðu „Eitt dæmið er skipulagsmál á flugvöllum,“ segir Benedikt. Óháð skoðun fólks á Reykjavíkurflugvelli og flugvallarmálum þá sé fáránlegt að „breyta eigi skipulagslögum af því að einum Framsóknarmanni þóknast það.“ Vísar hann þar í tillögu Höskuldar Þórhallssonar framsóknarmanns. „Svo er makalaust hvernig haldið hefur verið á þessum Evrópumálum,“ segir Benedikt. Fáránlegt sé að umræða um utanríkismálastefnu Íslands snúist um það hvort nafn Íslands hafi verið tekið útaf „einhverri heimasíðu eða ekki.“ Þá nefnir Benedikt einnig hvernig tekið sé á málefnum borgara í samskiptum við íslenska ríkið. „Ríkið virðist alltaf geta tekið sér endalausan tíma á meðan borgarar þurfa að svara innan frests þar til borgarinn fellur á tíma.“Ráðherra kýs að fara ekki að lögum Þá gagnrýnir Benedikt sömuleiðis löggjöf á ýmsum sviðum. Til dæmis er varða styrki til landbúnaðar með skilyrðum um framleiðni í stað þess að styrkja bændur og láta þá gera það sem sé hagkvæmast. Þá virðist aðalógnin við matvælaöryggi vera verkfall dýralækna sem afgreiði ekki innlent fæði. „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi möguleika á að flytja inn vörur án hárra tolla,“ segir Benedikt. Þá þykir honum með ólíkindum að ráðherra kjósi að fara ekki eftir dómum er snúi að tollalögum.Á annað hundrað manns eru skráð á viðburðinn eins og sjá má hér.
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent