Bílskúrinn: Endurkoman í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júní 2015 23:00 Mercedes menn virðast hafa hrist af sér vonbrigðin í Mónakó. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom til baka eftir vonbrigðin í Kanada, Nico Rosberg glímdi við bremsuvandamál og Valtteri Bottas komst á verðlaunapall. Allt þetta og ýmislegt annað merkilegt kemur til skoðunnar í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton var sprækur í keppninni og kátur að henni lokinni.Vísir/GettyEndurkoma heimsmeistarans Lewis Hamilton var allt að því örugglega að fara að vinna í Mónakó þegar hann tók þjónustuhlé. Þjónustuhléið var örlagaríkt, hann tapaði fyrsta sætinu til liðsfélaga síns, Nico Rosberg. Gleði Hamilton með þriðja sætið var nákvæmlega engin og Bretinn var staðráðinn í að koma til baka í Kanada. Munurinn í stigakeppni ökumanna var orðinn einungis 10 stig Hamilton í vil. Mercedes bað hann afsökunnar og svo kom í ljós að Hamilton átti sjálfur stóan þátt í að þjónustuhléið örlagaríka átti sér stað. Blaðamannafundurinn á fimmtudaginn sem leið varð allur sá vandræðalegasti þegar Hamilton tilkynnti að hann myndi ekki tjá sig um atburði síðustu keppni. Meistarinn mætir svo á brautina í Montreal og á föstudaginn smellir hann Benzinum á varnarvegg í rigningu, ekki góð byrjun. Laugardagurinn byrjar ekki betur en Hamilton náði einungis níu hringjum á loka æfingunni fyrir tímatökuna. Mórallinn hjá Hamilton var ekki hár fyrir tímatökuna en þrátt fyrir allt sýndi hann og sannaði að hann kann að keyra. Hamilton náði ráspól frekar auðveldlega, Rosberg veitti ekki mikla viðspyrnu. Keppnin sjálf var svo frekar róleg, Hamilton sparaði eldsneyti en Rosberg bremsur. Engin sérstök barátta skapaðist á milli þeirra og allir fóru sáttir heim. Hamilton var snúinn aftur til vinnandi vegar. Vonandi er ekki allur vindur úr Rosberg. Vonandi helst spennan áfram í keppni ökumanna og vonandi tekst Hamilton ekki að stinga af.Vettel skóp eigin vandræði og eigin velgengni í Kanada.Vísir/GettySebastian Vettel vandræðagangur og velgengni Rafall í bíl Vettel gaf sig í tímatökunni og hann datt út í fyrstu lotu. Hann var svo kallaður á teppið fyrir að taka fram úr meðan rauðum flöggum var veifað á æfingu fyrr um daginn. Vettel ræsti 15. en endaði fimmti. Vettel sýndi þeim sem hafa efast um hæfni hans til að taka fram úr í tvo heimana um helgina. Þvílíkir taktar, allir hans heimsmeistaratitlar skynu í gegn í keppninni. Vettel gat samt sjálfum sér um kennt að hafa komið sér í þessa stöðu. Hann á að vita betur eftir fjóra heimsmeistaratitla og 146 keppnir en að taka fram úr meðan rauðum flöggum er veifað. Algjör byrjendamistök, svo meira sé ekki sagt um það.Raikkonen og Bottas á blaðamannafundi, Bottas hafði betur um helgina.Vísir/GettyFinnska einvígið Finnland státar af því að eiga flesta heimsmeistara í Formúlu 1 miðað við höfðatölu. Tölfræðitækni sem Íslendingar kannast vel við. Finnsku ökumennirnir sem nú aka í Formúlu 1 háðu harða hildi í keppninni. Valtteri Bottas hafði að lokum betur gegn Kimi Raikkonen. Bottas varð þriðji og Raikkonen fjórði. Eftir talsverðan eltingarleik gerði Raikkonen mistök sem kostuðu hann þriðja sætið. Skyndilegt innskot afls gerði það að verkum að Ferrari bíll Finnans snerist í næst síðustu beygju brautarinnar. Þetta var nett endursýning frá því í fyrra þegar sambærilegt aflinnskot sneri finnska ökumanninum á sama stað. Yngri Finninn hafði betur og náði verðlaunasæti og varð fyrsti ökumaðurinn til þess í ár sem ekki ekur Mercedes eða Ferrari bíl. Hann er þó títt nefndur sem líklegur arftaki landa síns hjá Ferrari, jafnvel á næsta ári.Grosjean var til vandræða um helgina en náði samt í nauðsynleg stig fyrir Lotus.Vísir/GettyRomain Grosjean sjálfum sér verstur Lotus átti loksins von á hrúgu af stigum og allt gekk vel framan af en svo sprengdi Romain Grosjean dekk á bíl sínum meðan hann var að hringa Will Stevens á Manor. Grosjean hefur oft í gegnum tíðina tekist að skemma talsvert fyrir sjálfum sér. Hann hefur þó tekist að halda sig að mestu fyrir sig undanfarið og lítið verið í því að rekast á aðra fyrir eigin tilstilli. Franski ökumaðurinn reyndi of snemma að ná aftur keppnislínunni á brautinni. Raunar reyndi hann það áður en hann var alveg komin fram úr Stevens, með fyrrnefndum afleiðingum.Hamilton horfir til himins. Ætli kappakstursguðirnir vaki yfir honum?Vísir/GettyMaður keppninnar Aldrei þessu vant er líklegast rétt að velja þann sem vann. Hamilton hélt haus alla keppnina þrátt fyrir ýmislegt sem á undan hafði gengið. Dramað í Mónakó, vandræðalegur blaðamannafundur, vandræðaleg æfing á föstudaginn og slök æfing á laugardag bitu ekki á Bretanum. Hamilton ók gríðarlega vel í tímatökunni og það sama má segja um keppnina. Erfið byrjun en fullkominn endir á helginni hjá heimsmeistaranum sem sýndi úr hverju hann er gerður í Kanada. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18 Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00 Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00 Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Það var sama hvað Rosberg reyndi, Hamilton átti alltaf svar. 7. júní 2015 19:36 Wolff: Við erum ekki alltaf hálfvitar Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Bottas var jafnframt fyrsti ökumaðurinn sem kemst á verðlaunapall í ár sem ekur ekki fyrir Mercedes eða Ferrari. Hver sagði hvað eftir keppnina? 7. júní 2015 20:24 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01 Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton kom til baka eftir vonbrigðin í Kanada, Nico Rosberg glímdi við bremsuvandamál og Valtteri Bottas komst á verðlaunapall. Allt þetta og ýmislegt annað merkilegt kemur til skoðunnar í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton var sprækur í keppninni og kátur að henni lokinni.Vísir/GettyEndurkoma heimsmeistarans Lewis Hamilton var allt að því örugglega að fara að vinna í Mónakó þegar hann tók þjónustuhlé. Þjónustuhléið var örlagaríkt, hann tapaði fyrsta sætinu til liðsfélaga síns, Nico Rosberg. Gleði Hamilton með þriðja sætið var nákvæmlega engin og Bretinn var staðráðinn í að koma til baka í Kanada. Munurinn í stigakeppni ökumanna var orðinn einungis 10 stig Hamilton í vil. Mercedes bað hann afsökunnar og svo kom í ljós að Hamilton átti sjálfur stóan þátt í að þjónustuhléið örlagaríka átti sér stað. Blaðamannafundurinn á fimmtudaginn sem leið varð allur sá vandræðalegasti þegar Hamilton tilkynnti að hann myndi ekki tjá sig um atburði síðustu keppni. Meistarinn mætir svo á brautina í Montreal og á föstudaginn smellir hann Benzinum á varnarvegg í rigningu, ekki góð byrjun. Laugardagurinn byrjar ekki betur en Hamilton náði einungis níu hringjum á loka æfingunni fyrir tímatökuna. Mórallinn hjá Hamilton var ekki hár fyrir tímatökuna en þrátt fyrir allt sýndi hann og sannaði að hann kann að keyra. Hamilton náði ráspól frekar auðveldlega, Rosberg veitti ekki mikla viðspyrnu. Keppnin sjálf var svo frekar róleg, Hamilton sparaði eldsneyti en Rosberg bremsur. Engin sérstök barátta skapaðist á milli þeirra og allir fóru sáttir heim. Hamilton var snúinn aftur til vinnandi vegar. Vonandi er ekki allur vindur úr Rosberg. Vonandi helst spennan áfram í keppni ökumanna og vonandi tekst Hamilton ekki að stinga af.Vettel skóp eigin vandræði og eigin velgengni í Kanada.Vísir/GettySebastian Vettel vandræðagangur og velgengni Rafall í bíl Vettel gaf sig í tímatökunni og hann datt út í fyrstu lotu. Hann var svo kallaður á teppið fyrir að taka fram úr meðan rauðum flöggum var veifað á æfingu fyrr um daginn. Vettel ræsti 15. en endaði fimmti. Vettel sýndi þeim sem hafa efast um hæfni hans til að taka fram úr í tvo heimana um helgina. Þvílíkir taktar, allir hans heimsmeistaratitlar skynu í gegn í keppninni. Vettel gat samt sjálfum sér um kennt að hafa komið sér í þessa stöðu. Hann á að vita betur eftir fjóra heimsmeistaratitla og 146 keppnir en að taka fram úr meðan rauðum flöggum er veifað. Algjör byrjendamistök, svo meira sé ekki sagt um það.Raikkonen og Bottas á blaðamannafundi, Bottas hafði betur um helgina.Vísir/GettyFinnska einvígið Finnland státar af því að eiga flesta heimsmeistara í Formúlu 1 miðað við höfðatölu. Tölfræðitækni sem Íslendingar kannast vel við. Finnsku ökumennirnir sem nú aka í Formúlu 1 háðu harða hildi í keppninni. Valtteri Bottas hafði að lokum betur gegn Kimi Raikkonen. Bottas varð þriðji og Raikkonen fjórði. Eftir talsverðan eltingarleik gerði Raikkonen mistök sem kostuðu hann þriðja sætið. Skyndilegt innskot afls gerði það að verkum að Ferrari bíll Finnans snerist í næst síðustu beygju brautarinnar. Þetta var nett endursýning frá því í fyrra þegar sambærilegt aflinnskot sneri finnska ökumanninum á sama stað. Yngri Finninn hafði betur og náði verðlaunasæti og varð fyrsti ökumaðurinn til þess í ár sem ekki ekur Mercedes eða Ferrari bíl. Hann er þó títt nefndur sem líklegur arftaki landa síns hjá Ferrari, jafnvel á næsta ári.Grosjean var til vandræða um helgina en náði samt í nauðsynleg stig fyrir Lotus.Vísir/GettyRomain Grosjean sjálfum sér verstur Lotus átti loksins von á hrúgu af stigum og allt gekk vel framan af en svo sprengdi Romain Grosjean dekk á bíl sínum meðan hann var að hringa Will Stevens á Manor. Grosjean hefur oft í gegnum tíðina tekist að skemma talsvert fyrir sjálfum sér. Hann hefur þó tekist að halda sig að mestu fyrir sig undanfarið og lítið verið í því að rekast á aðra fyrir eigin tilstilli. Franski ökumaðurinn reyndi of snemma að ná aftur keppnislínunni á brautinni. Raunar reyndi hann það áður en hann var alveg komin fram úr Stevens, með fyrrnefndum afleiðingum.Hamilton horfir til himins. Ætli kappakstursguðirnir vaki yfir honum?Vísir/GettyMaður keppninnar Aldrei þessu vant er líklegast rétt að velja þann sem vann. Hamilton hélt haus alla keppnina þrátt fyrir ýmislegt sem á undan hafði gengið. Dramað í Mónakó, vandræðalegur blaðamannafundur, vandræðaleg æfing á föstudaginn og slök æfing á laugardag bitu ekki á Bretanum. Hamilton ók gríðarlega vel í tímatökunni og það sama má segja um keppnina. Erfið byrjun en fullkominn endir á helginni hjá heimsmeistaranum sem sýndi úr hverju hann er gerður í Kanada.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18 Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00 Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00 Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Það var sama hvað Rosberg reyndi, Hamilton átti alltaf svar. 7. júní 2015 19:36 Wolff: Við erum ekki alltaf hálfvitar Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Bottas var jafnframt fyrsti ökumaðurinn sem kemst á verðlaunapall í ár sem ekur ekki fyrir Mercedes eða Ferrari. Hver sagði hvað eftir keppnina? 7. júní 2015 20:24 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01 Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18
Bílskúrinn: Mercedes með martraðir Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti. 27. maí 2015 08:00
Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00
Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Það var sama hvað Rosberg reyndi, Hamilton átti alltaf svar. 7. júní 2015 19:36
Wolff: Við erum ekki alltaf hálfvitar Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Bottas var jafnframt fyrsti ökumaðurinn sem kemst á verðlaunapall í ár sem ekur ekki fyrir Mercedes eða Ferrari. Hver sagði hvað eftir keppnina? 7. júní 2015 20:24
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01
Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41