Samtök atvinnulífsins: Segja yfirlýsingu verkalýðsfélaga ekki vera boðlega Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2015 16:30 Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd/SA Samtök atvinnulífsins telja sameiginlega yfirlýsing Flóabandalagsins, VR og LÍV um tilboð samtakanna ekki vera boðlega. Í yfirlýsingunni sé því haldið fram að hafi stundað rangfærslur og að „margt launafólk fái lítið sem ekkert út úr tilboðinu“. Segir að sú staðhæfing eigi sér enga stoð. SA hefur sent frá sér tilkunningu þar sem fullyrðingum Flóabandalagsins, VR og LÍV um meintar rangfærslur SA í yfirstandandi samningaviðræðum er svarað. „Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins segja að hugmyndir þeirra um breytingar á vinnutímaákvæðum megi skipta í þrennt.„Virkur vinnutími: Vinnutími yrði miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neysluhléum (kaffitímum). Kaffitímarnir eru yfirleitt 35 mínútur á dag á dagvinnutímabili, eða 2 stundir og 55 mínútur á viku. Tillaga SA var sú að þessi ákvæði um 35 mínútna kaffihlé á dag féllu brott og dagvinnutími styttist samsvarandi. Hætt yrði að tala um 40 stunda vinnuviku og þess í stað talað um 37 stunda vinnuviku. Ef vilji væri til þess að hafa fastákveðin kaffihlé þá væri slíkt samkomulagsatriði á hverjum vinnustað fyrir sig og lengdist dagleg viðvera samsvarandi. Þessu fylgdi að deilitala, sem deilt er í mánaðarlaun til að finna út tímakaup lækkaði úr 173,33 hjá verkafólki í 160. Við það hækkaði tímakaupið um 8,3% en á móti yrði greitt fyrir færri tíma þannig að föst mánaðarlaun væru óbreytt. Mikilvægt er að gera þessa breytingu nú á tímum alþjóðlegs og norræns samanburðar því þar er ávallt miðað við virkan vinnutíma og tímakaup reiknað út frá þeim grundvelli.Tvískipt yfirvinnuálag. Talning yfirvinnustunda miðuðust við mánaðarlegt uppgjör. Yfirvinnuálag fyrir fyrstu 22 yfirvinnustundirnar í mánuði (5 stundir á viku) yrði 40% á tímakaup m.v. deilitöluna 160 (51,7% m.v. deilitöluna 173,33). Yfirvinnuálag yrði óbreytt, 1,0385% af mánaðarlaunum (80% m.v. deilitöluna 173,33) fyrir vinnustundir umfram 182 á mánuði.Sveigjanlegra dagvinnutímabil. Lagt var til að dagvinnutímabil yrði almennt frá 06:00-19:00.Sama gilti um álagslaus tímabil í vaktavinnusamningum.Endurgjald fyrir breytingarnar. Gegn ofangreindum breytingum á yfirvinnuálagi og dagvinnu- og álagstímabilum buðu SA 9% hækkun á grunnlaunum kjarasamninga. Þar til viðbótar buðu SA að persónubundin regluleg heildarmánaðarlaun undir kr. 500.000 hækkuðu um 7,0% vegna þessara breytinga.Skaðleysi í jaðartilvikum. Tillögu SA fylgdi einnig ákvæði sem tryggði að enginn lækkaði í launum af völdum þessara breytinga og væru a.m.k. tryggðar þær lágmarkshækkanir sem í samningnum fælist að öðru leyti.Vaktavinna. Skoða þyrfti vaktavinnusamninga sérstaklega til að aðlaga þá breyttri deilitölu og lengra álagstímabili. Á meðfylgjandi mynd sjást áhrif tilboðs SA á mánaðartekjur launamanns eftir því hversu mikil yfirvinna er unnin í mánuði. Sá sem vinnur enga yfirvinnu fær fulla 9% hækkun á mánaðarlaun sín en það hlutfall fer lækkandi með hverri yfirvinnustund þar til 22 yfirvinnustundamarkinu er náð og verður lægst 5,8%. Hlutfallið fer síðan hækkandi á ný með enn frekari yfirvinnu og verður t.d. 7,4% ef yfirvinnutímar mánaðarins eru 40.“Mynd/SA Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja sameiginlega yfirlýsing Flóabandalagsins, VR og LÍV um tilboð samtakanna ekki vera boðlega. Í yfirlýsingunni sé því haldið fram að hafi stundað rangfærslur og að „margt launafólk fái lítið sem ekkert út úr tilboðinu“. Segir að sú staðhæfing eigi sér enga stoð. SA hefur sent frá sér tilkunningu þar sem fullyrðingum Flóabandalagsins, VR og LÍV um meintar rangfærslur SA í yfirstandandi samningaviðræðum er svarað. „Tillögur SA eiga sér norrænar fyrirmyndir og ef þær gengju eftir yrði samanburður á vinnutíma, tímakaupi og grunnlaunum eðlilegri og sambærilegri en nú er. Tilboð SA kemur þeim tekjulægstu betur en öðrum og hefur þann eiginleika að draga úr kynbundnum launamun. Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ fengju umtalsverðan ávinning með umræddum breytingum. Tillögur SA voru enn í mótun milli aðila og umræðum um þær hvergi lokið, þar með talið að varpa ljósi á áhrif breytinga á einstaka hópa og bregðast hugsanlega við þeim,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins segja að hugmyndir þeirra um breytingar á vinnutímaákvæðum megi skipta í þrennt.„Virkur vinnutími: Vinnutími yrði miðaður við virkan vinnutíma, en ekki vinnutíma að meðtöldum neysluhléum (kaffitímum). Kaffitímarnir eru yfirleitt 35 mínútur á dag á dagvinnutímabili, eða 2 stundir og 55 mínútur á viku. Tillaga SA var sú að þessi ákvæði um 35 mínútna kaffihlé á dag féllu brott og dagvinnutími styttist samsvarandi. Hætt yrði að tala um 40 stunda vinnuviku og þess í stað talað um 37 stunda vinnuviku. Ef vilji væri til þess að hafa fastákveðin kaffihlé þá væri slíkt samkomulagsatriði á hverjum vinnustað fyrir sig og lengdist dagleg viðvera samsvarandi. Þessu fylgdi að deilitala, sem deilt er í mánaðarlaun til að finna út tímakaup lækkaði úr 173,33 hjá verkafólki í 160. Við það hækkaði tímakaupið um 8,3% en á móti yrði greitt fyrir færri tíma þannig að föst mánaðarlaun væru óbreytt. Mikilvægt er að gera þessa breytingu nú á tímum alþjóðlegs og norræns samanburðar því þar er ávallt miðað við virkan vinnutíma og tímakaup reiknað út frá þeim grundvelli.Tvískipt yfirvinnuálag. Talning yfirvinnustunda miðuðust við mánaðarlegt uppgjör. Yfirvinnuálag fyrir fyrstu 22 yfirvinnustundirnar í mánuði (5 stundir á viku) yrði 40% á tímakaup m.v. deilitöluna 160 (51,7% m.v. deilitöluna 173,33). Yfirvinnuálag yrði óbreytt, 1,0385% af mánaðarlaunum (80% m.v. deilitöluna 173,33) fyrir vinnustundir umfram 182 á mánuði.Sveigjanlegra dagvinnutímabil. Lagt var til að dagvinnutímabil yrði almennt frá 06:00-19:00.Sama gilti um álagslaus tímabil í vaktavinnusamningum.Endurgjald fyrir breytingarnar. Gegn ofangreindum breytingum á yfirvinnuálagi og dagvinnu- og álagstímabilum buðu SA 9% hækkun á grunnlaunum kjarasamninga. Þar til viðbótar buðu SA að persónubundin regluleg heildarmánaðarlaun undir kr. 500.000 hækkuðu um 7,0% vegna þessara breytinga.Skaðleysi í jaðartilvikum. Tillögu SA fylgdi einnig ákvæði sem tryggði að enginn lækkaði í launum af völdum þessara breytinga og væru a.m.k. tryggðar þær lágmarkshækkanir sem í samningnum fælist að öðru leyti.Vaktavinna. Skoða þyrfti vaktavinnusamninga sérstaklega til að aðlaga þá breyttri deilitölu og lengra álagstímabili. Á meðfylgjandi mynd sjást áhrif tilboðs SA á mánaðartekjur launamanns eftir því hversu mikil yfirvinna er unnin í mánuði. Sá sem vinnur enga yfirvinnu fær fulla 9% hækkun á mánaðarlaun sín en það hlutfall fer lækkandi með hverri yfirvinnustund þar til 22 yfirvinnustundamarkinu er náð og verður lægst 5,8%. Hlutfallið fer síðan hækkandi á ný með enn frekari yfirvinnu og verður t.d. 7,4% ef yfirvinnutímar mánaðarins eru 40.“Mynd/SA
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Fréttaskýring: Tvær vikur í fjölmennasta verkfall Íslandssögunnar 65 þúsund launþegar leggja niður störf ótímabundið þann 6. júní að óbreyttu. 20. maí 2015 13:45