Hávært taugastríð og stjórnarandstaðan hótar endalausri umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 19:15 Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira