Hávært taugastríð og stjórnarandstaðan hótar endalausri umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 19:15 Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Stjórnarandstaðan hótar að ræða breytingatillögu um fjölgun virkjanakosta út í hið óendanlega eða þar til forseti Alþingis tekur tillöguna af dagskrá þingsins. Forsætisráðherra sakar einstaka þingmenn um ókurteisi vegna ummæla þeirra um aðra þingmenn. Önnur frávísunartillaga stjórnarandstöðunnar á breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar í virkjanamálum var felld í dag en stjórnarandstaðan boðar fleiri slíkar og lengri umræður. „Hún verður flutt þangað til að ólánstillaga meirihluta atvinnuveganefndar fer héðan út,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður samfylkingarinnar,og bætti við að hún væri til í endalausar ræður um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson foræstisráðherra og Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar höfðu bæði orð á því í heitum umræðum á Alþingi í dag að stjórnarandstaðan hefði slegið met með rúmlega 780 ræðum um fundarstjórn forseta. En bæði voru þau dugleg í slíkum ræðum í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra.Þingmenn orðnir taugatrekktir Það er farið að reyna verulega á taugakerfið í þingmönnum eftir margra daga umræður um virkjanamálin sem stjórnarandstaðan hefur staðið fyrir. Mikið er um frammíköll á báða bóga og umræðan á köflum svo heit að Einari Guðfinnssyni forseta Alþingis hefur verið nóg boðið og hann lamið fast í bjölluna. „Þetta er að verða óþolandi ástand. Það er þannig að ekki er nóg með að háttvirtir þingmenn séu hér með frammíköll undir ræðum, og forseti hefur nú yfirleitt verið umburðalyndir þegar kemur að því, heldur eru þingmenn hér í hrókasamræðum og nánast riflildi á meðan háttvirtir þingmenn eru að halda ræðu,“ sagði Einar í eitt þeirra skipta þegar hann hastaði á þingheim. Stjórnarandstaðan telur virkjanatillöguna brjóta gegn lögum um rammaáætlun um nýtingu og friðun. En stjórnarliðar segja fyrri ríkisstjórn hafa farið gegn tillögum verkefnisstjórnar á síðasta kjörtímabili með því að færa virkjanakosti úr nýtingu í biðflokk. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar sagðist vilja leggja samviskuspurningu fyrir alla þingmenn nema Jón Gunnarsson. „Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum verði svarað og náttúran njóti vafans,“ spurði Guðmundur. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel; ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira